Leita í fréttum mbl.is

Betra er að þiggja en gefa

Þetta á við um bloggið. Hef verið að vafra í netheimum nú um stund og sé hvað margir hafa mikið að gefa á þessum miðli. Gef mér allt of sjaldan tíma til að vafra á þennan hátt, en finnst það stórmerkilegt. Fólk hefur frá svo mörgu og misjöfnu að segja og það er alveg dásamlegt. Fjölbreytileiki mannlífsins kemur heim í stofu í hinum ýmsu myndum. Ég nenni síst að lesa það sem skrifað er um pólitík (nema Össur) þann pakka klára ég á daginn. Mér finnst gott að lesa pistla þeirra sem segja frá sínum erfiðleikum og gagnrýna kerfið á sanngjarnan hátt, kerfið sem ég ber ábyrgð á. Það er eitthvað sem ég þarf að taka mark á.

En í kvöld stóð eitt upp úr. Dönsku pistlarnir hans Hallgríms Helgasonar: "Kunsten at være islænding"og "Komplottet mod Danmark" Alger snilld en kannski eru allir búnir að lesa þetta, en ég er um mánuð á eftir tímanum. Hallgrímur sannar að hann skilur íslensku þjóðarsálina þegar hann segir "Vi hader de høje priser, men elsker at bruge penge. Vi hader stormen, men elsker den friske luft."

http://www.hallgrimur.is/?ew_news_onlyarea=middle2&ew_news_onlyposition=16&cat_id=48027&ew_16_a_id=293327


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Bloggið er heill heimur fyrir sig,og margt fróðlegt að lesa ef maður gefur sér tíma.En eins og ég hef áður sagt,þá er þetta tímaþjófur,en skemmtilegt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.11.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: Grænlandsblogg Gumma Þ

Sæl mín kæra og þakkir fyrir síðast. Finn þig hér á blogginu. Og nú ætla ég að lesa Hallgrím og verð svo í bandi. Kveðja frá Grænlandi í Breiðholtið Gujo

Grænlandsblogg Gumma Þ, 30.11.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband