10.10.2007 | 18:15
Þetta er öll áhættan
Níu af hverjum tíu starfsmönnum Orkuveitunnar kaupa í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2007 | 22:51
Borgarbúar segja álit sitt á morgun
Það verður aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur á morgun kl. 16 þar sem fjallað verður um hugsanlega sölu á hlut borgarbúa í Reykjavík Energy Invest og rætt um vinnubrögðin við sameiningu REI við Geysir Green Energy.
Það er afar mikilvægt að borgarbúar tjái skoðun sína með því að mæta á pallanna í Ráðhúsinu. Meirihlutinn er ekki búin að taka ákvörðun þó svo Hannesaræskan sem sprangar nú um keik á stuttbuxunum sínum, hafi tekið ákvörðun fyrir hönd sjálfstæðismanna í borginni. Enn á eftir að heyra endanlega í öðrum manni minnihlutans í meirihlutanum þ.e. Birni Inga fulltrúa Framsóknarflokksins. Almenningur getur haft raunveruleg áhrif á það hvort REI verði selt til einkaaðila og þar með jarðvarminn undir Reykjanesi. Þá verður tekin sú grundvallarumræða hvort félag í sameign borgarbúa megi græða á þeirri þekkingu sem hún sjálf hefur skapað eða hvort það eins og önnur fjárhagsleg verðmæti eigi einungis að vera í höndum einkaaðila sem virðast hafa fengið einkaleyfi á öllu sem gefur arð.
Sjáumst á morgun kl. 16.
9.10.2007 | 08:53
Er einkaleyfi á því að græða?
Ég trúi ekki að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn Reykjavíkur ætli að selja auðmönnum landsins allan framtíðarjarðvarma Suðurnesja. Það eiga þeir að fá í kaupbæti yfir hlut OR í REI enda á Geysir Green Energy forkaupsrétt að hlutnum og auðvitað vilja þeir kaupa. Ég sé fyrir mér dollarabrosið þegar þeir skála eftir undirritun samninga um leið og þeir hlægja að vitleysisgangi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Við megum alls ekki selja á næstunni. Í sameiginlegu fyrirtæki okkar borgarbúa hefur skapast ómetanleg þekking sem hægt er að nýta til jákvæðrar útrásar. Mikilvægt er að leyfa þeirri þekkingu að skapa þann auð sem vænst er, áður en við seljum.
Það er í lagi að opinbert fyrirtæki græði þegar það hefur unnið fyrir því. Við megum ekki láta eins og það sé einkaleyfi hjá örfáum aðilum að græða. Það er bara vilji Hannesaræskunnar sem ræður ríkjum í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Eiga forkaupsrétt á hlut Orkuveitunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 16:34
Það jákvæða: fulltrúi borgarbúa inn - góðvinurinn út
Loksins er búið að taka ákvörðun í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að það verði kjörinn fulltrúi borgarbúa sem gæti milljarða hagsmuna þeirra í stjórn OR. Það var algert hneyksli að góðvinur borgarstjóra skyldi fá það embætti að gæta hagsmuna borgarbúa í stærsta fyrirtæki þeirra, hagsmuna sem eru upp á tugi milljarða króna. Að kjörnir fulltrúar hafi látið það yfir sig ganga hingað til er með ólíkindum. En þetta er það jákvæða í útspili borgarstjórnarflokksins.
Að selja/einkavæða hluta OR er hins vegar það versta sem gert er í stöðunni. Fjárhagslegir hagsmunir Orkuveitunnar/borgarbúa eru hafðir að engu en ofurríka fólkinu gert mögulegt að kaupa enn meira til að hagnast á þeirri þekkingu og reynslu sem hefur orðið til í opinberu fyrirtæki. Ég trúi því ekki að Björn Ingi munu láta það yfir sig og borgarbúa ganga. Nú hefur Björn Ingi það val að öðlast uppreisn æru eða að fara úr öskunni í eldinn.
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 13:17
Minnihlutinn í meirihlutanum í vanda
Ég trúi því ekki að minnihlutinn í meirihlutanum muni samþykkja að selja hlut OR í REI og leyfa þar með auðmönnum landsins að skipta milli sín enn stærri köku. Þá færu Vilhjálmur og Björn Ingi úr öskunni í eldinn. Almenningur mun aldrei sætta sig við gjörning sem er í raun sá að banna almenningi að græða á nýsköpun og útrás en leyfa hinum ríka að verða enn meira ofurríkari.
Hins vegar er í lagi að selja hlut okkar í OR þegar hann hefur skilað sínu.
Fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 09:22
Það var vaðið á drullugum skónum
Átti að vaða yfir okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2007 | 22:30
Er Björn Ingi sammála?
Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2007 | 09:05
Framsóknarfnykur
Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2007 | 08:32
Fáránlegt kerfi
Hvers eiga eldri borgarar að gjalda? Hver ber ábyrgð á því að árlega séu tekjuupplýsingar Tryggingastofnunar ekki í tengslum við raunveruleikann? Sá eða sú þyrfti að fá uppsagnarbréf hið fyrsta.
Vona síðan að málefni almannatrygginga verði betur borgið þegar lífeyrismálin fara í Félagsmálaráðuneytið. Tek heilshugar undir kröfur landssambands eldri borgara sem kynntar voru í gær þess efnis.
Árleg martröð aldraðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 19:46
We are the champions
Þróttur í Landsbankadeildina - Reynir féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar