Leita í fréttum mbl.is

Ferðaþjónusta fatlaðra mismunar hópum fatlaðra

 Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra án samráðs við hagsmunasamtök. Fyrri samþykktir sem taka áttu gildi 1. janúar síðastliðinn, og veittu fötluðum rétt til samdægurs þjónustu voru dregnar til baka. Í stað þess var samþykkt að einungis þriðjungur notenda, það er fatlaðir í hjólastól, fái þjónustu samdægurs að hámarki 10 ferðir á mánuði frá og með 1. maí og að greitt verði aukalega 500 krónur fyrir þær ferðir. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borgarráði mótmæltu því harðlega að fallið var frá fyrri samþykkt þar sem við teljum að núverandi tillaga sé algerlega óásættanleg. Að sjálfsögðu bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra að þetta væri gott skref til að byrja með. Vissulega er væntanleg breyting til bóta, en langt í frá fullnægjandi.  Einnig gagnrýndu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunasamtök um málið eins og borgarráð óskaði sérstaklega eftir í byrjun janúar. Fulltrúum Sjálfsbjargar, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags var kynnt á fundi sú tillaga sem meirihlutinn samþykkti í borgarráði, en þau voru ekki höfð með í ráðum um útfærslu á þjónustunni, þó þau hafi lýst sig reiðubúin til þess. Samtökin hafa lýst yfir óánægju sinni með málið enda eiga fatlaðir rétt á að fara ferða sinna - þó ákvörðun um það að bregða sér af bæ hafi ekki verið tekin með dags fyrirvara. 

Einungis þriðjungur notenda ferðaþjónustu fatlaðra mun geta nýtt sér þessa nýjung og er hópum fatlaðra því mismunað. Þess vegna við greiddum við atkvæði gegn tillögu meirihlutans og verður málið því tekið fyrir í Borgarstjórn 20. febrúar nk. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna munu beita sér fyrir því að fyrri samþykkt borgarráðs komi að fullu til framkvæmda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Þetta er ekkert smá hallærislegt! Ég þekki aðeins til málefna fatlaðra og var m.a. að vinna á skammtímavist í sumar og með skóla í haust. Það að panta þurfi ferðaþjónustu amk deginum áður (og fyrir kl. 16 í þokkabót) er svo mikil frelsisskerðing að hálfa væri nóg. Við sem ófötluð erum leggjum það kannski ekki í vana okkar að ákveða það að mæta í bíó á fimmtudaginn í næstu viku kl. 20:00??? Að sjálfsögðu venst þetta og upp kemur rútína, en kommon, á maður bara að venjast óréttlætinu?

Ég er ánægð með flokkinn minn, þið eruð að standa ykkur frábærlega! Áfram Samfó!  

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.2.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband