Leita í fréttum mbl.is

Ferðaþjónustan ekki í takt við mannréttindastefnu

Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var síðastliðið vor segir m.a. "Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Unnið skal markvisst að því að gera fötluðum kleift að taka virkan þátt í borgarsamfélaginu" og "Fatlaðir eigi jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir".Í dag hef ég heyrt í félögum mínum úr forystu Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar sem eru ekki sáttir við nýjar reglur um samdægursþjónustu fyrir suma fatlaða í Reykjavík. Þjónustu sem mun kosta fólk 1280 kr. fyrir ferð fram og til baka og er bara fyrir þriðjung notenda þjónustunnar. Á sama er sagt frá því í fréttum að fatlaðir í hjólastólum geti nú pantað samdægurs og er látið líta svo út eins og um mikla réttarbót sé að ræða. Hið sanna er að meirihlutinn í borginni er að afnema reglu sem taka átti gildi 1. janúar sl. og veitti þeim sem rétt eiga á ferðaþjónustu fatlaðra möguleika á að panta ferðir samdægurs. Var sú regla sett á eftir samráð milli borgarinnar og hagsmunasamtaka fatlaðra sem hafa lagt ríka áherslu á að fatlaðir fái sambærilega þjónustu og aðrir geti þeir ekki nýtt sér almenna þjónustu eins og t.d. almenningssamgöngur. Var þessi regla samþykkt einróma í borgarráði í nóvember 2005 og fengu framkvæmdaraðilar, Strætó bs. og Velferðarsvið 13 mánuði til að vinna að undirbúningi þessa. Sá tími var ekki nýttur að neinu leyti og var komið í óefni sl. haust þegar það komst upp. Meirihluti borgarráðs ákveður þá að þrengja réttinn í stað þess að segja þessum embættismönnum að spýta í lófanna og hypja upp um sig buxurnar. Það er gert á kostnað fatlaðra að þessu sinni.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband