18.2.2007 | 22:46
Dæmd öfgafeministalesbía
Já. Ég fékk athugasemd frá óskráðum notenda vegna pistils mín gegn væntanlegri klámstefnu í Reykjavík. Viðkomandi sagði "ég yrði ánægður ef öfgafeministalesbíur eins og þú myndu láta þá sem vilja skoða klám í friði."
Ég var ekki að ráðast að þessum manni persónulega, þó svo ég deili þeirri skoðun með borgarstjóra, biskupi og flestöllum sem hafa tjáð sig undanfarið að klám sé ofbeldi og niðurlægjandi fyrir þá sem það stunda. En eitthvað er sárt fyrir þennan mann og hans líka að heyra þá umræðu sem nú hefur blessunarlega vaknað í samfélaginu gegn klámi.
En ég tek því ekki alvarlega að vera kölluð öfgafeminstalesbía. Er ekkert á móti feministum né lesbíum nema síður sé og öfgafólk margt hvert er alveg ágætt. Ég hef áður verið kölluð trukkalessa í netmiðli og í útvarpsþætti og fundist það bara allt í lagi. Fólk má hafa sínar skoðanir á mér, en ég skil bara ekki hvað fólk er að blanda kynhneigð inn í umræðu um ofbeldi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já maður hefur tekið eftir að nokkuð er um að öfgafólk sé að tjá sig á blogginu.
Nú síðast eru þessir á svipaðri bylgjulengd að kenna Írökum um hvernig ástatt er þar í landi. Líka óskylt mál.
Bestu kveðjur og fín skrif hjá þér.
Ólafur Þórðarson, 18.2.2007 kl. 23:28
besti pistill sem ég hef lesið lengi
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 19.2.2007 kl. 03:15
Fyndið....Góður pistill...og sterkur titill Björk.
Svanfríður Lár, 20.2.2007 kl. 13:31
Hafðu samband við Orðabók Háskólans og láttu bæta þessu orði við ! Merkilegt hvað margir telja enn þann dag í dag að klámiðnaðurinn sé eins og hver annar vinnumarkaður þar sem menn mæta glaðir og stimpla sig inn. Og telja það sjálfsagt að menn skuli njóta afrakstursins sem heilbrigðrar og ánægjulegrar skemmtunar.
Svava S. Steinars, 20.2.2007 kl. 13:37
http://www.hawaii.edu/PCSS/online_artcls/pornography/prngrphy_rape_jp.html
http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf
http://www.ojp.usdoj.gov/bjs/glance/tables/4meastab.htm
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?cmd=Retrieve&db=PubMed&list_uids=11351835&dopt=Citation
Feminstar ljúga! minnsta kosti skoðaðu þetta, rannsóknir gerðir af vísindamönnum sem sýna fram á það að klám er í raun ekki skaðlegt.
Ekki gleypa við hræðsluáróðinum úr herbúðum stigamóta og álika öfgahópum
Lifi frelsi Lifi lýðræðI!
Butcer (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:03
Sælir ágætu stjórnmálamenn Að undanförnu hafa kjörni fulltrúar okkar tekið þátt í því að úthrópa útlendinga, sem eru frjálsir ferða sinna í öðrum löndum hins vestræna heims og tekið undir öldu "fordómavæðingar" í íslensku samfélagi. Allt í einu er frelsið lagt á hilluna og hópi fólks sem vill heimsækja okkar land útskúfað af stjórnmálamönnum. Allir stimplaðir sem barnaíðingar, kynferðisglæpamenn og stundandi mansal. Lögreglan ekki látin ein um að meta hvort ástæða sé til að taka á "meintum" brotamönnum, ef þeir eru þá í hópnum, heldur hoppað með í "fordómavæðinguna". Hvernig getur það átt sér stað í okkar annars ágæta lýðveldi að fulltrúar allra flokka fari með sömu þuluna. Þegar ekki er lengur að finna mun á D, B, S, F og VG sé ég ekki lengur til hvers ég ætti yfir höfuð að kjósa einhvern þessara flokka. Menn geta mótmælt klámi, Ísrael, Falun Gong, Bandaríkjunum, Kína, Svíþjóð og hverju einu sem þá listir en stjórnmálamenn eiga að stíga varlega til jarðar - Alltaf. Þeir eiga að passa að gæta hófs í allri nálgun sinni og við yfirlýsingar. Ef okkar kjörnu fulltrúar ætla ekki að koma frelsinu til varnar þá er illt í efni. Frelsi er æðst allra gilda og það má alldrei skerða nema brýna nauðsyn beri til. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn átti sig á í hverju þeir hafa tekið þátt og það áður en aftur kemur upp "sambærilegt" málefni í samfélaginu. Að síðustu kæru stjórnmálamenn virðið orð John Stuarts Mill sem sagði:
"Einstaklingurinn beri aðeins ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum sem skaði hagsmuni annarra, en ekki þeim sem varða aðeins hann sjálfan. Því er hvorki ríkinu né öðru fólki heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklingsins nema í sjálfsvörn. En það er ekki fyrst og fremst ríkisvaldið sem Mill beinir gagnrýni sinni að, heldur alræði meirihlutans, hin oft og tíðum þögla skoðanakúgun sem leitast við að steypa alla í sama mót og heftir þannig þroska einstaklingsins. Það er samfélaginu nauðsynlegt að meðlimir þess búi við hugsana- og málfrelsi og fái að þroskast í fjölbreytileika sínum til þess að allar skoðanir fái færi á að njóta sín, því það er aðeins í rökræðunni sem ljóst verður hvort skoðun sé sönn eður ei. Auk þess er hver sú skoðun sem við aðhyllumst ekki einlæg og hjartfólgin sannfæring, sem ræður breytni okkar, fyrr en við höfum tekist á við gagnrýni og efasemdaraddir."
kveðjaSveinn V. ÓlafssonSveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.