28.2.2007 | 16:13
Bókun um úttekt á Miklubraut 18
Eftirfarandi bókun lögðum við fulltrúar minnihlutans fram í Velferðarráði Reykjavíkurborgar í dag við lítinn fögnuð.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista lýsa undrun sinni yfir því að starfsmenn Velferðarsviðs skuli kjósa gagnrýna fjölmiðla og fulltrúa minnihlutans vegna umfjöllunar um starfsemi stuðningsbýlisins á Miklubraut 18 með tilkynningu sem send var fjölmiðlum 15. þessa mánaðar. Sú tilkynning var ekki send velferðarráði sem verður einnig að teljast undarlegt. Það ber því vott um sérkennilega afstöðu til almennrar umfjöllunar um opinberan rekstur þegar starfssvið á vegum borgarinnar telur að halda beri frá fjölmiðlum efni skýrslu sem inniheldur úttekt á þjónustu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislegri umræðu, ekki síður en kjörnir fulltrúar. Ekki verður með nokkru móti séð að sú umræða sem átt hefur sér stað um efni umræddrar skýrslu skaði á nokkurn hátt notendur þjónustunnar né að ástæða hafi verið til að halda efni hennar leyndu. Markmið umræðunnar er þvert á móti að bæta gæði þjónustu við notendur hennar. Þótt skýrslan dragi fram nokkra jákvæða þætti starfseminnar verður ekki litið framhjá því að neikvæðir þættir eru yfirgnæfandi. Skýrslan er dagsett í september 2006 og kynnt rekstraraðilum í október, en velferðarráði ekki fyrr en um miðjan febrúar 2007. Þá var búið að gera nýja samninga við rekstraraðilann. Það hefði verið eðlileg vinnuregla að velferðarráð hefði verið upplýst um úttektina áður en nýir samningar voru gerðir. Það er vandséð að trúnaðurinn við þjónustuaðilann eigi að vera yfirsterkari upplýsingaskyldunni gagnvart kjörnum fulltrúum. Jafnframt verður ekki annað séð en að hagsmunir og skoðanir notenda séu að litlu hafðir með því að gerður sé samningur við sama þjónustuaðila án eðlilegrar skoðunar og umræðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin. Úttekt á starfseminni á Miklubraut 18 vekur upp spurningar um hvort eðlilegt sé að áhugahópar sjái um svo viðkvæma starfsemi sem hér um ræðir. Fagaðilar sem vitnað er til efast um að slíkt sé heppilegt. Í ljósi þessa og ýmissa annarra upplýsinga sem fram hafa komið er eðlilegt að á næstunni fari fram heildarendurskoðun á því hvort og í hve miklum mæli fela beri áhuga- og trúarhópum að sinna viðkvæmri þjónustu á vegum borgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.