Leita í fréttum mbl.is

Samræmd próf í góðmennsku

Mér er afskaplega hrifin af verðlaunum Guðrúnar Halldórsdóttur og fyrir þau fær hún 10 í mínum kladda. En ég vil ganga lengra. Mín skoðun hefur lengi verið sú að samræmd próf eigi ekki rétt á sér. nema prófað sé í ýmsu öðru en viðtengingarhætti þátíðar, skildagatíð og frumlagi setninga.

Ég vil að nemendur séu metnir af því hversu góðir þeir eru við náungan, hversu oft þeir heimsækja langömmu á Droplaugastaði og eða standi upp fyrir eldri herramanni í strætó. Það er mín skoðun að allt of mikið sé litið fram hjá þessum mannlegu þáttum í viðleitninni við að koma öllum í skilning um hvaða hluti setningar kallast andlag og hvað sé viðteningarháttur. Ég er örugglega bara ein af mörgum þúsundum sem veit lítið um þessi atriði en komast samt sem áður ágætlega í gengum lífið. Ég reyndi að klappa mér og öðrum á öxlina þegar þeir sinna sér og sínum þannig að eftirbreytni sé að. Nýlega bauð ég gamalli frænku upp á fótsnyrtingu heima í stofu og hefði því fengið 9.5 á samræmdu prófi fyrir vikið, en fyrir lesendum viðkennt að ég fékk helmingi minna í íslensku hér um árið. 

Guðrún Halldórsdóttir kann að meta það sem raunverulega skiptir máli.


mbl.is Verkakonur, einstæðar mæður og ungmenni af erlendum uppruna hljóta hvatingarstyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mist

Sammála. Þetta er framtak upp á 10!

Mist, 28.2.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband