Leita í fréttum mbl.is

100 kr. í strætó

Við borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðum til í borgarráði nú í morgun að ráðið samþykkti að beina því til stjórnar Strætó bs. að gerð verði tilraun nú í mars um að staðgreiðslugjald verði 100 kr. fyrir alla í strætó til að sporna gegn svifryksmengun.

Tillögunni var vísað til umsagnar umhverfsiráðs.  Í greinargerð með tilögunni koma m.a. fram að um tilraunarverkefni væri að ræða sem hefði tvíþættan tilgang -          að draga úr svifryksmengun í mars -          að kanna hvort einfaldara staðgreiðslugjald hefur áhrif á notkun almenningssamgangna. Mars er sá mánuður ársins sem mest svifryksmengun er í borginni samkvæmt mælingum fyrri ára. Einu raunhæfu leiðirnar til að draga úr þeirri mengun er að hvetja borgarana til að fækka ferðum á einkabílnum, einkum þeim bílum sem eru á nagladekkjum og nýta sér aðra samgöngumáta s.s. að ganga, hjóla og eða taka almenningssamgöngur. Ítrekað hefur verið bent á að staðgreiðslufargjöld séu ekki nógu hentug, óalgengt sé að fólk eigi nákvæmlega 280 kr. og þetta geti hamlað notkun strætisvagna. Tillagan tekur mið af lægsta staðgreiðslufargjaldi og er nálægt greiddu meðalfargjaldi Strætó og ætti því að geta fengist samþykkt í stjórn Strætó bs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Snilldartillaga kæra flokkssystir! Gott skref í áttina að því að gera almenningssamgöngur fríkeypis eins og hérna í nafla norðursins :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.3.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Gunna-Polly

ég þarf samt að taka 3 vagna úr sundahverfi í IKEA Garðabæ og tekur 1 1/2 tíma þannig að það er út úr myndinni

Gunna-Polly, 1.3.2007 kl. 13:13

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Bíddu nú við, hvað kemur til ? Höfðuð þið ekki þetta í hendi ykkar í 12 ár?

Þóra Guðmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Björk, er æst í að taka strætó og á aldrei 280 kr. í smáu.  Takmarkið hlýtur að vera að gera strætóferðir gjaldlausar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband