Leita í fréttum mbl.is

Pottur mínus pólitík

Ég fer reglulega í sund og ræði þá oft um pólitík í heita pottinum eftir góðan 1000 metra sundsprett. Nú ætla ég hins vegar með karlinum mínum í sumarbústað með heitum potti og njóta helgarinnar. Ekki stendur til að ræða um pólitík, enda gæti það eyðilagt annars góða stemmingu þar sem hann er á lista vinstri grænna en ég nýlega gengin formlega í Samfylkinguna.

Ég er hins vegar farinn að hlakka til kosningabaráttunnar og mun gera mitt besta til að vekja athygli fólks á hverju það muni breyta að hafa Samfylkinguna í ríkisstjórn. Það mun breyta kjörum hinna verst settu án þess að það munu skerða kjör hinna fjölmörgu sem hafa það ágætt fjárhagslega. 

Bendi lesendum á ókeypis sýningu á An Inconvenient Truth sem haldinn verður í Háskólabíói á vegum Samfylkingarinnar á sunnudag kl. 14.

En nú er að safna kröftum og mun því ekki blogga um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eigið dásemdardaga úti í Guðsgrænni náttúrinni kæra Björk. Þín verður saknað

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband