6.3.2007 | 14:46
Verður ókeypis í strætó?
Umhverfisráð samþykkti í gær ýmsar aðgerðir til að sporna gegn svifryki m.a að Kannað verði með Strætó bs. hvort unnt sé að vera með tilboð eða sérstök afsláttarverð í strætisvögnum þegar mengunarútlit er slæmt.Við fulltrúar Samfylkingarinnar vildum fá frekari skýringar (sjá bókun hér að neðan) enda liggur í frestun tillaga okkar um 100 kr. gjald í mars þegar svifryk er mest skv. fyrri mælingum umhverfissviðs. Nú bíðum við eftir viðbrögðum Strætó bs. sem fékk tillöguna til umsagnar og eins hvaða tillögur koma fram í þeirri aðgerðaáætlun sem samþykkt var. Samstaða?Umhverfisráð samþykkti í gær eftirfarandi aðgerðir til að sporna við frekari svifryksmengun. Raunar gleymir formaður umhverfisráðs þegar hann talar um algjöra samstöðu í þessu máli, að annar fulltrúi sjálfstæðisflokksins, Glúmur Björnsson sat hjá við afgreiðsluna eins og sjá má í opinberri fundargerð umhverfisráðs. Aðgerðirnar sem samþykktar voru:
- Viðræður verði hafnar við lögreglu höfuðborgarsvæðisins um tímabundna lækkun hámarkshraða á stofnbrautum þegar veðurfarslegar aðstæður og raunmælingar gefa til kynna að svifryk muni aukast í borginni.
- Athugun á kostum þess og göllum að taka upp gjaldtöku eða aðrar takmarkanir á notkun nagladekkja, í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög.
- Haldið verði áfram að rykbinda umferðaræðar borgarinnar þegar ástæða þykir.
- Sett verði skilyrði í útboð borgarinnar vegna framkvæmda á hennar vegum varðandi frágang framkvæmda- og byggingasvæða. Þetta mætti gera með þvotti á dekkjum vörubíla frá framkvæmdasvæðinu og rykbindingu lausra efna á svæðinu.
- Sett verði skilyrði um lágmörkun rykmyndunnar í starfsleyfi um niðurrif húsa.
- Haldið verður áfram með upplýsingamiðlun til borgarbúa um svifryk og hvernig hægt er að draga úr svifryksmengun.
- Athugað verði, í samstarfi við Umferðarstofu, með styttingu leyfistíma nagladekkja.
- Framkvæmdasvið kanni möguleika þess að nota slitsterkari efni til gatnagerðar á helstu umferðaræðum borgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér á Akureyri höfum við Samfylkingarmenn í meirihlutasamstarfinu efnt kosningaloforð okkar um að frítt yrði í strætó í bænum. Aðsóknin hefur aukist um 70% frá því á sama tíma í fyrra. Það tel ég vera hluta af umhverfisstefnu Samfylkingarinnar á Akureyri, í verki.
Með kærri kveðju.
Sveinn Arnarsson, 12.3.2007 kl. 18:32
ég vil benda á strætó-umræðu á bloggi hjá Kára Harðar
http://kari-hardarson.blog.is/blog/kari-hardarson/
birna, 12.3.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.