8.3.2007 | 14:13
Samráð og grænar áherslur
Laugardalurinn er stundum nefndur lungu Reykvíkurborgar. Dalurinn er einstök perla sem ekki bara Laugardalsbúar njóta, heldur er litið á hann sem sameign reykvíkinga og þjóðarinnar. Þvottalaugarnar, Grasagarðurinn, íþróttamannvirkin og Fjölskyldu og húsdýragarðurinn er eitthvað sem allir vilja standa vörð um og það á einnig við um opin græn svæði.
Í nokkur misseri hefur verið vilji til þess hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að stækka sig til suðurs upp að Suðurlandsbraut og bjóða upp á frekari afþreyingu fyrir fjölskyldufólk. Þetta hefur verið skoðað innan ÍTR og stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið í samstarfi við fjárfesta um möguleika í þessu sambandi. Í lok síðasta kjörtímabils var skipaður stýrihópur til að vinna áfram að þessari þróun, en með það að markmiði að standa vörð um sérstöðu Laugardalsins sem útivistarsvæðis og að gæta þess við þróun svæðisins að mannvirki falli vel að umhverfinu.
Á fundi borgarráðs í morgun lá fyrir eftirfarandi tillaga. "Borgarráð samþykkir að stýrihópur um þróun og uppbyggingu í Laugardal verði lagður niður og stjórn íþrótta- og tómstundaráðs falin verkefni hans. "Að tillögu minni var samþykktinni breytt þannig að samráð væri tryggt við Íbúasamtök Laugardals og aðra hagsmunaaðila og gætt sérstöðu Laugardalsins sem græns útivistarsvæðis. Samstaða var um málið og niðurstaðan varð: Borgarráð felur ÍTR, í samstarfi við umhverfisráð og skipulagsráð, að taka við verkefni stýrihóps um þróun og uppbyggingu í Laugardal um þróun og uppbyggingu í Laugardal enda þarf að gæta að sérstöðu Laugardalsins sem græns útivistarsvæðið og tryggja að öll þróun og skipulag falli vel að umhverfinu. Jafnframt verði haft samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu, m.a. með samráði við Íbúasamtök Laugardals.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst vel á haft verði samráð við Íbúasamtök Laugardals. Það eru mjög skiptar skoðanir á stækkun á Fjölskyldu - og húsdýragarðinum á meðal íbúa Laugardals. Af hverju er t.d. ekki hægt að hafa viðbótina annars staðar en í Laugardal? Laugardalurinn er nefnilega ekki bara eign allra (Stór) Reykvíkinga heldur einnig útivistarsvæði íbúa í Laugardal. Það eru takmörk fyrir hvað hægt er að troða mikilli afþreyingu á einn blett.
Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 08:42
Þakka þér Björk fyrir þessar upplýsingar. Ég held að fáir hafi vitað af þessum stýrihóp sem nú er aflagður, skilst að garðyrkjustjóri sjálfur sem sér um stóran hluta útivistarsvæðis í Laugardal hafi ekki haft hugmynd um hann. Allavega vissu íúasamtökin vart af honum. Vonum að starf Ítr verði sýnilegra og lýðræðislegra.
Ég tek líka heilshugar undir með athugasemd Kristínar Sævarsdóttur.
Sigríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 14:32
Hvernig fer það saman að gæta að sérstöðu Laugardalsins sem græns útivistarsvæðis og að byggja 2 lítil fjölbýlishús" samtals 12 íbúðir (sbr. breytingu á deiliskipulagi sem nú er verið að kynna) á opnu, grænu svæði við inngang í dalinn úr austri?
Hildur (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.