17.3.2007 | 15:32
Sorp, samgöngur og skemmtun
Er nú lent eftir 6 daga árangursríka kynnisferð Umhverfisráðs Reykjavíkur til Seattle. Þarna fengum við sýn á borg sem hefur tekið ákvörðun um að minnka þjónustu við einkabílinn þar sem litið sé svo á að samhengi sé á milli aukinnar þjónustu við einkabíla og minni lífsgæða.
Ákveðið hefur verið að koma á móts við fólk á ýmsan hátt s.s. með samgöngustyrkjum þannig að það komist á milli staða.
Seattle var fyrst borga í USA sem ákvað að skuldbinda sig KYOTO samkomulaginu To be part of the solution eins og sagt var. Borgarstjórinn hefur með sínu frumkvæði fengið um 400 aðrar borgir til að taka á sig þessar skuldbindingar þó svo ríkið hafi ekki verið tilbúið til að skuldbinda sig Kyoto. Þarna er ein af mörgum stjörnum til Seattle!
Þetta hefur leitt til mikillar hugarfarsbreytingar meðal borgarbúa og sjálfbær þróun er greinilega höfð að leiðarljósi í öllum ákvörðunum borgaryfirvalda hvort sem þær snúa að sorpmálum, innkaupum, samgöngum og byggingum húsa.
Neita losun ef vitlaust er flokkaðAlmenningur í Seattle er gert skylt að flokka allan úrgang í fjóra flokka; það sem fer til urðunnar, í endurvinnslu, gler og lífrænan úrgang. Borgin sér um losun og þarf fólk einungis að greiða fyrir urðunartunnurnar þar sem markaðurinn fyrir endurvinnanlegan úrgang greiðir fyrir þau verðmæti sem fara í tunnur fólksins. Hefur þessi markaður verið að eflast á undanförnum árum og því ætti borgin að geta tekið þetta upp án gjalda á borgarbúa. Átak var gert í að fræða borgarbúa um flokkun og mikilvægi hennar og fékk fólk vissan aðlögunartíma. Í dag er svo komið að ef það sést endurvinnanlegur úrgangur í urðunarsorpi þá er ekki losað fyrr en fólk hefur farið gegn um sorpið og flokkað á viðeigandi hátt, enda orðið ólöglegt að henda endurnýtanlegum hlutum. Stjarna til Seattle!
Bílastæðin stýritækiÍ Seattle sem Reykjavík þykir fólki afskaplega gott að keyra um á sínum einkabíl. Á undaförnum áratugum hafa verið reist mikil umferðarmannvirki, en um leið og þau eru tekin í gagnið yfirfyllast þau og við taka umferðarteppur. Til að anna eftirspurn þyrftu hraðbrautir í kringum borgina að vera 22 akreinar og er nú komin sameiginlegur vilji um að staldra við. Til að fólk sé í raun tilbúið að skilja bílinn eftir heima þegar farið er til vinnu og/eða skóla hefur reynst best að tengja bílinn við kostnaðarvitund fólks og er það best gert með bílastæðagjöldum. Hefur stefnan um mikinn bílastæðakostnað sýnt sig í að breyta hegðun fólks. Fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn er skylt að gera samgönguáætlun fyrir sitt starfsfólk og beita aðgerðum til að ná fram markmiðum sínum. Flest fyrirtæki rukka fyrir bílastæði og því meira eftir því hve farþegar eru færri. Fram kom að engin háskóli í allri USA hefði ókeypis bílastæði. Stjarna! Þá greiða fyrirræki þ.á.m. Seattleborg fyrir strætókort starfsmanna sinna en bjóða upp á niðurgreidd bílastæði 2 daga í mánuði. Bílastæðin verða sérlega dýr þegar fólk leggur lengur en 4 tíma þar sem stefnan er að sem fæstir komi á bíl til vinnu. Varla þarf að taka fram að tekið er tilllit til fatlaðra og er það til mikillar eftirbreytni hvernig ýmis aðgengismál eru t.d. er blindraletur allsstaðar í opinberu rými.
Skipulag byggðarÞétting byggðar er einn mikilvægasti þátturinn í betri samgöngum og blönduð byggð þar sem atvinna og íbúðahúsnæði eru í nánd hvort við annað. Í svæðisskipulagi King County, sem er héraðið sem Seattleborg er hluti af, hefur verið skilgreind mörk milli borgar og sveitar. Öll uppbygging á að vera innan þessarra marka til að koma í veg fyrir frekari útþenslu byggðar. Ekki er verið að þjóna eftirspurn markaðarins fyrir einbýli í borg og er það réttlætt með hagrænum, heilsufarslegum og umhverfislegum rökum.
Þessi stefna sem leitt hefur til endurbyggingar eldri svæða í nálægð við miðborg hefur sýnt sig í mun líflegri miðborgarsvæðum en áður hafa þekkst í borginni. Svæðin eru mörg enda er borgin skipt upp í mörg hverfi urban villages sem hafa sín sérkenni.
SkemmtilegheitÉg ætla ekki að uppljóstra hér hversu skemmtilegt við höfðum það í umhverfisráði á kvöldin heldur fjalla aðeins um garðmenninguna. Ég var spennt að heimsækja þá sem sjá um garðanna þar sem ég er starfshópi sem á að koma með hugmyndir að endurhönnun Miklatúns. Unnið er eftir þeirri hugmyndafræði að garðarnir eigi að vera þægilegir og skemmtilegir comfortable and fun. Lögð er áhersla á afþreyingarþáttinn sem dregur fólk að svæðunum. Fengnir eru samstarfsaðilar um viðburði, markaði, íþróttir og skemmtanir. Þá er komið þráðlaust netsamband í alla garða. Enn ein stjarnan! Meira um þetta þegar Miklatúnshópurinn kemur loks saman.
Það stendur eftir að borgaryfirvöld í Seattle eru óhrædd við að beita forsjárhyggju í stað þess að láta markaðinn ráða, enda sjálfbær þróun höfð að leiðarljósi. Þau eru óhrædd við að taka erfiðar ákvarðanir og ljóst að við getum margt lært af þeirra verkum. Vonast ég til að samstaða náist í Umhverfisráði Reykjavíkurborgar um erfið mál sem þarf að taka á hér í okkar samfélagi því lítið gerist þegar pólitísk átök eru þyrluð upp vegna stundarhagsmuna í stað þess að standa saman með umhverfisvernd að leiaðrljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1201
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Björk og takk fyrir síðast.
Þetta var frábær hópur frá Umhverfisráði sem kom hingað til Seattle og frétti ég að fulltrúar Seattle borgar sem þið hittuð hefðu verið yfir sig hrifin af ykkur.
Kær kveðja, Affa
Arnfríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.