Leita í fréttum mbl.is

Öfugmæli meirihlutans

Borgarstjórn ræðir nú 3ja ára áætlun, fjármál borgarinnar árin 2008 - 2010. Þar hélt ég smá ræðu um velferðar- og umhverfismál sem ég læt hér fylgja í heild sinni fyrir þá lesendur sem eru sérlega áhugasamir um borgarpólitíkina.

Um velferðarmálin sagði ég þetta helst: Við í Samfylkingu styðjum 1.  samþætta og aukna þjónustu við aldraða og fatlaða í heimahúsum 2. aukna áherslu á forvarnarstarf, barnavernd, og stuðning við fátæk börn 3. þá styðjum við áherslu á endurhæfingu og starfsþjálfun og 4.   bætta þjónustu við innflytjendur.

Við teljum hins vegar að það þurfi fjármagn til að koma þessu til leiðar. Ég finn það ekki í 3ja ára áætlun. Útgjöld til velferðarmála aukast um 1.3 – 4.2% á árunum 2008 – 2010 sem er nokkuð undir tekjuaukningu borgarsjóðs á sama tíma og heldur ekki í við umsvif vegna væntanlegrar íbúafjölgunar. Velferðarmálin halda því ekki hlutfalli sínu sem er öfug þróun við það sem áður var þar sem hlutfallið jókst til velferðarmála á síðasta kjörtímabili þar sem þau áhersluatriði sem Velferðarsvið ætlar að hafa að leiðarljósi voru sett á. Um þessi áhersluatriði hefur verið pólitísk samstaða en það er ekki samstaða um að hlutfall gjalda til velferðarsviðs muni hopa í niðurskurði sem hlýtur að koma á móts við það sem á að auka.  Meirihluti Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks hefur mikið talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila og sagði borgarstjóri í fyrri ræðu sinni að  ekkert hefði verið gert í þeim málum á síðasta kjörtímabili. Það er ósatt. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi ekki staðið við samkomulag frá 2002 um byggingu 3ja nýrra heimila vegna óeiningar milli Framsóknar og Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn – já þrátt fyrir það þá byggðum við á eigin kostnað eina hæð ofan á hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði sem er alfarið í eigu borgarinnar og það sem meira er þá gerðum við öll herbergin á heimilinu að einstaklingsherbergjum og erum því annað hjúkrunarheimilið sem býður upp á þessi sjálfsögðu réttindi aldraðra sem misst hafa heilsuna.

  • Í orðum meirihluti Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks er heitið umtalsverðri fjölgun hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Allar efndirnar sem sjá má í þriggja ára áætlun eru þrjú ný hjúkrunarheimili, þau sömu sem Reykjavíkurborg var búin að semja um í fyrri meirihluta og gera ráð fyrir.
  • Talað um áætlun um bætta heimaþjónustu og fjölgun dagvistarrýma sem liggja átti fyrir síðastliðið haust. Nú er að koma vor og enn liggur þessi áætlun ekki fyrir og ekki að finna í þriggja ára áætlun
  Við í Samfylkingu munum styðja góð áform í velferðarmálum, en viljum sjá fjármagn í samræmi við þær áherslur. Við munum ekki styðja niðurskurð á mikilvægri velferðarþjónustu til að standa við gefin loforð – það þarf að fylgja með fjármagn.  
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband