15.4.2007 | 17:58
Eitthvað í loftinu?
Það er eitthvað í loftinu - bæði úti og inni - sem segir mér að Samfylkingin sé sá flokkur sem muni sigra í vor. Frábærum landsfundi var að ljúka þar sem gestir og samflokksmenn komu fram og blésu baráttuandann yfir okkur landsfundarfulltrúa. Kannski kom andinn með þessari hressilegu austanátt sem gekk yfir suðvesturhornið nú um helgina. Það er a.m.k. fyrir austan okkur sem jafnaðarstefnan hefur blómstrað og skipt sköpum í mótun velferðarsamfélaga.
Já það er gott að vera í Samfylkingunni - ég er tilbúin að að berjast fyrir sigri hennar nú í vor. Það þarf aukin jöfnuð á Íslandi, endurreisn almannatrygginga, breytta forgangsröðun þannig að það fólk sem byggði upp samfélagið þurfi ekki að vera á biðlistum eftir nýjum hnjáliðum eða hjúkrunarrými.
X-S þann 12. maí.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr! Berjumst saman svo að jafnaðarmannastefnan taki við stjórn landsins!
Guðfinnur Sveinsson, 16.4.2007 kl. 00:03
Samfylkingu til sigurs ! Trúi ekki öðru en að málefni samfylkingarinnar eigi eftir að ná til fólksins í landinu.
Páll Einarsson, 16.4.2007 kl. 02:36
Það er vissulega eitthvað í loftinu Björk, en ég held að það verði nú varla Samfylkingin sem muni standa eftir sem beinn sigurvegari þessa kosninga, gerist varla að flokkurinn fái yfir 30% atkvæða eins og síðast. Enda skiptir það minnstu máli fyrir mig persónulega hvernig vinstriflokkarnir tveir skipta atkvæðunum innbyrðis. Það sem skiptir mig mestu máli er að V og S nái vel yfir 40% atkvæða samtals, helst yfir 45%. Það er vel mögulegt. Svo er auðvitað forgangsverkefnið að fella ríkisstjórnina, það er lífsnauðsynlegt.
Vinstrimenn til sigurs!
Guðmundur Auðunsson, 16.4.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.