Leita í fréttum mbl.is

Alþýðupíkan fær góða þjónustu

Það má með sanni segja að vel sé tekið á móti okkur konum á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Var að koma úr reglulegri skoðun að ofan og neðan og get ekki annað en þakkað fyrir mig. 

Það góða við þjónustu Leitarstöðvarinnar er að:

  • Viðmótið er sérstaklega jákvætt 
  • Skoðanirnar ganga hratt/öruggt fyrir sig án þess að maður upplifi sig á færibandi.
  • Það er ekki verið að gera vandamál úr hlutunum nema ástæða sé til
  • Kostnaðurinn er 2600 fyrir skoðun, sýnatöku og röntgenmyndatöku og margar konur fá niðurgreitt frá sínum stéttarfélögum eða fyrirtækjum

Já ég hef reynslu af þjónustu Leitarstöðvarinnar bæði við reglubundna skoðun og eins þegar ég þurfti að fara í sérskoðanir og síðan aðgerð vegna breytinga í brjósti sem reyndust sem betur fer góðkynja. Ég tek því ekki undir með þeim sem tala um færibandaafgreiðslu því við konur viljum fá þjónustuna örugga og þannig að tíminn sem fari í þetta sé ekki of mikill. Tekið er tilllit til þess á Leitarstöðinni. 

Takk fyrir mig í dag. Ég kem aftur um leið og ég fæ næsta bréf!

Hægt er að panta tíma í síma 540-1919 eða á veffanginu www.krabbameinsfelagid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Haha.. þú ert svo frábær Björk!

Gaman að sjá þig um helgina.. hlakka til að sjá enn meira af þér í baráttunni sem framundan er ;) 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Þetta gæti engin orðað svona nema þú. Fyrir tepru eins og mig er nauðsynlegt að þekkja fólk eins og þig,

Takk fyrir

Anna Kristinsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband