Leita í fréttum mbl.is

Heit helgi

Já það má með sanni segja að helgin hafi verið heit, í þeirri merkingu að veðrið var afskaplega gott á Blönduósi. Ekki veit ég hvað hversu margar gráður voru, nú er engin Grímur Gíslason til að segja okkur það. Fólk sá milli 16 - 23°C á sínum mælum og fór það eftir því hversu stoltir heimamenn þeir voru. A.m.k. naut ég veðurblíðunnar eins og aðrir.

Samfylkingin í Norðvestur-kjördæmi 

Á föstudagskvöld opnaði Samfylkingin kosningaskrifstofu í Fróða (heitir núna Ósbær) og þar komu um 40 manns til fjölskylduskemmtunnar þar sem boðið var upp á húnverskt lambakjöt beint af grillinu.  Guðbjartur Hannesson oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hélt frábæra hvatningarræðu auk þess sem hann fór vel yfir málefnastöðuna. Nú munar litlu að við náum inn Önnu Kristínu okkar 3ja manni og verður unnið markvisst að því. Við Árný gerðum okkar besta á laugardagseftirmiðdegi þegar  við stóðum fyrir framan Kaupfélagið (nú Samkaup) og dreifum bæklingum og ræddum við fólk sem kom í hrönnum til að kaupa kol á grillin.

Ferming 

Í  dag var síðan ferming Elínar Huldur Harðardóttur. Hún er yndisleg og sjálfstæð stúlka og mikið var gott að fá að fylgja henni upp að altarinu og vera síðan með fjölskyldu og vinum í fallegri veislu sem haldin var á hótelinu. Þar kom sjálfstæði Elínar Huldu vel í ljós þar sem valdi ekki hefðbundið stelpuskraut, heldur var blátt þema og bauð hún gestum að skoða sitt uppáhaldsdót s.s. svæfilinn sinn, dúkkur og verðlaunapeninga fyrir hestamennsku. Það er ég viss um að Elín Hulda mun dúxa í lífinu - á sinn hátt.  

Baráttan framundan 

Á laugardag var ég í 8 tíma heimaprófi í stjórnsýslurétti sem ég tók í gamla grunnskólanum. Ég held að það hafi gengið mjög vel, a.m.k. mun betur en mér gekk í síðustu prófunum sem ég tók þar fyrir tæplega þrjátíu árum.  Nú er ég laus og liðug, og get því verið enn harðari í baráttunni fyrir nýrri ríkisstjórn - ríkisstjórn velferðar og friðar.

X-S þann 12. maí. Við ætlum okkur aukin jöfnuð, því þarf að kjósa Samfylkinguna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband