Leita í fréttum mbl.is

Rósaganga án þyrna

Ég hef aldrei tekið þátt í jafn skemmtilegri kosningabaráttu og nú. Ef mín tilfinning segir eitthvað til um væntanleg úrslit þá er Samfylkingin með svona 60+ (ég er ekki að tala um Ellert Schram og félaga) heldur hlutfall okkar af fylginu.

Ég hef undanfarið gengið frá einni dyr í aðra (ekki hús úr húsi) þar sem ég hef verið þar sem láglaunafólkið býr og fólkið sem þarf að reiða sig á lífeyri almannatrygginga. Þeir sem finna hversu erfitt það er að lifa á litlu þegar ríkissjóður hefur tekið hluta sinn í tekjuskatt vilja skipta um ríkisstjórn, þeir vilja hjálpa okkur að koma á auknum jöfnuði þar sem skattabyrði þeirra sem lifa á loftinu verði afnumin.

Á sama tíma og fólk vill breytingar á Alþingi, í stjórnarráðinu með jöfnunar- og velferðaráhrifum þá er það líka að tala um frábærar sjónvarpsauglýsingar Samfylkingarinnar; Karíus og Baktus, biðlistar, íslensk tradisjón og fleira er í boði. Ég hef enn ekkert séð, enda vel ég umfram allt annað þessa daga, að fá mér rósagöngu - því hún er algerlega án þyrna. 

Áfram nú – upp um 2% á dag !!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband