31.5.2007 | 23:36
Ég styð ríkisstjórnina!
Svona er lífið undarlegt. Ég hef ekkert bloggað í 16 daga og síðasta færsla var undir fyrirsögninni "Ég styð Framsókn". Ekki var þessari kaldhæðni ætlað að lifa svona lengi, en einhverra hluta vegna þá lagðist ég í dvala gagnvart ýmsum verkum þ.á m. bloggi.
En ég styð ríkisstjórnina og ætla að segja það hér með upphátt. Það verður þó að viðurkennast að ég hef ég blendnar tilfinningar þegar ég lýsi yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, enda er það í sjálfu sér erfitt þegar litið er til fortíðar. Ég ætla hins vegar ekki að líta til ákvarðana og forgangsröðunar fortíðarinnar sem Samfylkingin hafði enga möguleika á að stjórna. Ég trúi því að Samfylkingin muni ná fram auknum jöfnuði í samfélaginu og átaki til að bæta hag barnafjölskyldna, eldri borgara og annarra sem þurfa að reiða sig á almannaþjónustu og almannatrygginga. Þess vegna styð ég ríkisstjórnina því ég hef trú á okkar fólki.
Læt fylgja með uppskrift að fiskisúpu sem lætur fólki líða vel.
Fiskisúpa Bjarkar
- 2 msk. smjör
- 2 sax. laukar
- 1 sax. blaðlaukur
- 1 knippi söxuð steinselja
- 4 dl. fiskikraftur (1 teningur)
- 2 dsl. mysa / hvítvín
- Safi af kræklingum
- 1 dós tómatar
- 2 pressuð hvítlauksrif
- 1 tsk. jurtasalt
- ½ tsk. cyennepipar
- 4 msk. sax dill
- 1 dós kræklingar
- 1 lítill lúðubiti / hvítur fiskur
- 250gr. rækjur
Laukur svissaður í smjöri og síðan er allt annað en fiskmetið látið krauma í 10-15 mín. Þá er fiskmetið sett út í og súpan borinn fram um leið og suða hefur komið upp. Ekki sjóða súpuna eftir að fiskurinn er komin út í. Lúða má þó aðeins sjóða í örfáar mínútur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.