Leita í fréttum mbl.is

Ég styð ríkisstjórnina!

Svona er lífið undarlegt. Ég hef ekkert bloggað í 16 daga og síðasta færsla var undir fyrirsögninni "Ég styð Framsókn". Ekki var þessari kaldhæðni ætlað að lifa svona lengi, en einhverra hluta vegna þá lagðist ég í dvala gagnvart ýmsum verkum þ.á m. bloggi. 

En ég styð ríkisstjórnina og ætla að segja það hér með upphátt. Það verður þó að viðurkennast að ég hef ég blendnar tilfinningar þegar ég lýsi yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, enda er það í sjálfu sér erfitt þegar litið er til fortíðar.  Ég ætla hins vegar ekki að líta til ákvarðana og forgangsröðunar fortíðarinnar sem Samfylkingin hafði enga  möguleika á að stjórna.  Ég trúi því að  Samfylkingin muni ná fram auknum jöfnuði í samfélaginu og átaki til að bæta hag barnafjölskyldna, eldri borgara og annarra sem þurfa að reiða sig á almannaþjónustu og almannatrygginga. Þess vegna styð ég ríkisstjórnina því ég hef trú á okkar fólki. 

Læt fylgja með uppskrift að fiskisúpu sem lætur fólki líða vel. 

 

Fiskisúpa Bjarkar    

 

  • 2 msk. smjör
  • 2 sax. laukar
  • 1 sax. blaðlaukur
  • 1 knippi söxuð steinselja 
  • 4 dl. fiskikraftur (1 teningur)
  • 2 dsl. mysa / hvítvín
  • Safi af kræklingum
  • 1 dós tómatar
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • 1 tsk. jurtasalt
  • ½ tsk. cyennepipar
  • 4 msk. sax dill

 

  • 1 dós kræklingar
  • 1 lítill lúðubiti / hvítur fiskur
  • 250gr. rækjur

 

Laukur svissaður í smjöri og síðan er allt annað en fiskmetið látið krauma í 10-15 mín. Þá er fiskmetið sett út í og súpan borinn fram um leið og suða hefur komið upp. Ekki sjóða súpuna eftir að fiskurinn er komin út í. Lúða má þó aðeins sjóða í örfáar mínútur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband