Leita í fréttum mbl.is

Fékk 9.5 í fótsnyrtingu

Mín skoðun hefur lengi verið sú að samræmd próf eigi ekki rétt á sér nema prófað sé í ýmsu öðru en viðtengingarhætti þátíðar, skildagatíð og frumlagi setninga.

Þeir sem ekki eru að skora hátt í samræmdum prófum Námsmatsstofnunar eru ekki síðri en aðrir. Þeir er kannski með háar einkunnir og sýna snilld sína í matreiðslu, smíðum, myndmennt, leiklist og eru með 10 í félagslegum samskiptum sem við getum líkað kallað vináttu.

Já hvernig væri að meta nemendur eftir því sem skiptir mestu máli: hversu góðir þeir eru við náungan, hversu oft þeir heimsækja langömmu á Droplaugarstaði og eða standi upp fyrir eldri herramanni í strætó. Það er mín skoðun að allt of mikið sé litið fram hjá þessum mannlegu þáttum í viðleitninni við að koma öllum í skilning um hvaða hluti setningar kallast andlag og hvað sé viðtengingarháttur. Ég er örugglega bara ein af mörgum þúsundum sem skil illa þessi hugtök en kemst samt sem áður ágætlega í gengum lífið. Kannski vegna þess að ég reyni að klappa mér og öðrum á öxlina þegar þeir sinna sér og sínum þannig að eftirbreytni sé að. Nýlega bauð ég gamalli frænku upp á fótsnyrtingu heima í stofu og hefði sjálfsagt fengið 9.5 einkunn hefði atburðurinn verið mældur á prófi. En ég get viðurkennt það fyrir lesendum að ég fékk helmingi minna í íslensku hér um árið. Samt sem áður er ég bara ágæt!


mbl.is Nemendur í Suðvesturkjördæmi koma best út úr samræmdum prófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Tryggvason

Ég er alveg sammála því, að erfitt sé að bera saman einkunnir á milli hópa, ef samsetning námsgreina innan hópanna er mismunandi. Námsgreinar eru einfaldlega misefiðar.

Steindór Tryggvason, 1.6.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: birna

Ég vil líka bæta inn kennslu í barnauppeldi. Það er eitt það vandasamasta og mikilvægasta sem flestir gera í lífinu.

birna, 2.6.2007 kl. 13:42

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Ég gef þér 9,0 í kynlífsfræðslu til eldri borgara. Þar standa þér fáir fremri.

Anna Kristinsdóttir, 2.6.2007 kl. 14:47

4 identicon

Já, manni er alltof lítið hampað fyrir góða hæfni í mannlegum samskiptum. Maður fær mætingareinkunn, sem er svo sem fínt því stundvísi eru af hinu góða og gott að hvetja til hennar en skólakerfið þarf eitthvað að breytast. Og við sem vinnum í störfum sem lúta að umönnun fólks verðum að passa okkur að afsaka ekki starf okkar. Hversu oft höfum við ekki heyrt fólk segja "ég er nú bara í fæðingarorlofi (sem ég er nú) eða ég er bara að vinna á leikskóla/elliheimili"

Eva (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband