1.6.2007 | 15:45
Fékk 9.5 í fótsnyrtingu
Þeir sem ekki eru að skora hátt í samræmdum prófum Námsmatsstofnunar eru ekki síðri en aðrir. Þeir er kannski með háar einkunnir og sýna snilld sína í matreiðslu, smíðum, myndmennt, leiklist og eru með 10 í félagslegum samskiptum sem við getum líkað kallað vináttu.
Já hvernig væri að meta nemendur eftir því sem skiptir mestu máli: hversu góðir þeir eru við náungan, hversu oft þeir heimsækja langömmu á Droplaugarstaði og eða standi upp fyrir eldri herramanni í strætó. Það er mín skoðun að allt of mikið sé litið fram hjá þessum mannlegu þáttum í viðleitninni við að koma öllum í skilning um hvaða hluti setningar kallast andlag og hvað sé viðtengingarháttur. Ég er örugglega bara ein af mörgum þúsundum sem skil illa þessi hugtök en kemst samt sem áður ágætlega í gengum lífið. Kannski vegna þess að ég reyni að klappa mér og öðrum á öxlina þegar þeir sinna sér og sínum þannig að eftirbreytni sé að. Nýlega bauð ég gamalli frænku upp á fótsnyrtingu heima í stofu og hefði sjálfsagt fengið 9.5 einkunn hefði atburðurinn verið mældur á prófi. En ég get viðurkennt það fyrir lesendum að ég fékk helmingi minna í íslensku hér um árið. Samt sem áður er ég bara ágæt!
Nemendur í Suðvesturkjördæmi koma best út úr samræmdum prófum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála því, að erfitt sé að bera saman einkunnir á milli hópa, ef samsetning námsgreina innan hópanna er mismunandi. Námsgreinar eru einfaldlega misefiðar.
Steindór Tryggvason, 1.6.2007 kl. 16:13
Ég vil líka bæta inn kennslu í barnauppeldi. Það er eitt það vandasamasta og mikilvægasta sem flestir gera í lífinu.
birna, 2.6.2007 kl. 13:42
Ég gef þér 9,0 í kynlífsfræðslu til eldri borgara. Þar standa þér fáir fremri.
Anna Kristinsdóttir, 2.6.2007 kl. 14:47
Já, manni er alltof lítið hampað fyrir góða hæfni í mannlegum samskiptum. Maður fær mætingareinkunn, sem er svo sem fínt því stundvísi eru af hinu góða og gott að hvetja til hennar en skólakerfið þarf eitthvað að breytast. Og við sem vinnum í störfum sem lúta að umönnun fólks verðum að passa okkur að afsaka ekki starf okkar. Hversu oft höfum við ekki heyrt fólk segja "ég er nú bara í fæðingarorlofi (sem ég er nú) eða ég er bara að vinna á leikskóla/elliheimili"
Eva (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.