Leita í fréttum mbl.is

Droplaugarstaðir í fararbroddi

Droplaugarstaðir er frábært hjúkrunarheimili á margan hátt og ekki síst þegar kemur að starfsfólki af erlendum uppruna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Droplaugarstaðir eru í fararbroddi þegar kemur að starfsþróun erlends fólks en hjúkrunarheimilið fékk viðurkenningu Alþjóðahúss árið 2005 fyrir öflugt starf til að meta menntun starfsmanna sinna frá heimalöndum þeirra. 

Nýlega kom til Velferðarráðs Reykjavíkurborgar tillaga frá Ingibjörgu Bernhöft forstöðukonu Droplaugarstaða um íslenskunám á launum áður en starf hefst. Auðvitað sagði Velferðarráð einróma já, enda hugmyndin góð og mun væntanlega veita aukna starfsánægju og þar með lengri vinnutíma starfsmanna fyrir stofnunina.

Droplaugarstaðir sem eru eina hjúkrunarheimilið í opinberum rekstri sem býður einungis upp á einstaklingsherbergi fær nú enn eina rósina í hnappagatið - frábært!!!


mbl.is Stefnt að fjölgun starfsmanna í umönnun við aldraða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem sjúkraliði á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra, vil ég hér með koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri.   

Kirkjuhvoll er rekið af sveitarfélaginu og telst því í opinberum rekstri og þar er og hefur alltaf verið boðið eingöngu upp á einstaklingsherbergi /einstaklingsíbúðir og rúmgóðar hjónaíbúðir. 

Varðandi erlenda starfsmenn á hjúkrunarheimilum, verð ég einnig að geta þess, að á Kirkjuhvoli starfar margt starfsfólk af erlendum uppruna.  Þeir sem á því þurfa að halda hafa fengið íslensku- og starfskennslu á fullum launum.   Þetta framtak hefur verið í gangi s.l. 2 ár. 

 Því finnst mér full ástæða til að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll fái rós í hnappagatið fyrir sín frumkvöðlastörf.

Kristín Aradóttir,  sjúkraliði, sveitarstjórnarmaður og áhugakona um málefni eldri borgara.

Kristín Aradóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:53

2 identicon

Droplaugarstaðir hafa einnig sinnt íslenskukennslu við starfsmenn þegar þeir eru komnir til starfa og eru þeir þá á launum, en í þessu verkefni er viðhöfð önnur nálgun og hefa starfsmenn 1. mánaðar nám í íslensku, siðum og venjum í íslensku samfélagi og grundvallaratriðum umönnunar áður en þeir hefja störf.

Hjúkrunar og dvalarheimilið Kirkjuhvoll á hrós skilið fyrir þeirra nálgun á í þessum málum ekki spurning

INGIBJÖRG HALLA ÞÓRISDÓTTIR (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:08

3 identicon

Já hér er málefni sem sjúkraliðar innan öldrunarþjónustunnar láta sig varða, enda nánir samstarfsmenn þessa erlendu starfsmanna.

Hvaðan sem gott kemur, þá er þetta framtak mjög þarft og nauðsynlegt. Mætti vera víðar því öllum er ljóst að erlendum starfsmönnum fjölgar í geiranum.

Í Danmörku hafa erlendir einstaklingar getað sótt sér menntun innan umönnunar (social og sundhedshjælper) sem er sérstaklega sniðið að erlendu fólki og síðar haft möguleikann að bæta við sig Sosu menntuninni. Þetta námsfyrirkomulag hefur reynst vel.

Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og kennari

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:24

4 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Kirkjuhvoll á skilið rauða rós, stóra og stæðilega. Svona er ég fákunnandi um aðstæður á Suðurlandi, en þegar við ákváðum að einsetja Droplaugarstaði taldi starfsfólk að þetta væri eina heimilið fyrir utan Sóltún sem á líka skilið flotta rós.

Þá veit ég að hugarfarsbreyting er í gangi varðandi starfstengda íslenskukennslu og skiptir það miklu máli, ekki bara fyrir erlenda starfsfólkið, heldur ekki síður fyrir samstarfsfólk sem hefur íslensku að móðurmáli. 

Björk Vilhelmsdóttir, 8.6.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband