Leita í fréttum mbl.is

Íbúaþing í Laugardal

Í morgun samþykkti Hverfisráð Laugardals tillögu mína um að halda íbúaþing í Laugardal nú í haust. Ég tel afar mikilvægt að virkt samráð sé á milli borgaryfirvalda og borgarbúa til að ná fram sátt um það umhverfi sem við lifum í. Það sýndi sig í borgarráði nú áðan þegar lögð var fram ný tillaga sem nú fer í auglýsingu um eitt sambýli við Holtaveg sem skerðir á engan hátt græna svæðið sunnan við Langholtsskóla sem fyrri tillaga gerði ráð fyrir. Samráðið skilar sér og ég óska Íbúasamtökum Laugardals til hamingju með þennan mikla áfanga.

Tillagan um íbúaþingið var svohljóðandi:

Hverfisráð Laugardals samþykkir að undarbúa í samvinnu við Íbúasamtök Laugardals, Reykjavíkurráð ungmenna og Þrótt/Ármann íbúaþing sem haldið verði snemma næsta haust í Laugardal.

Íbúaþingið ræði um:

  1. Mikilvægi grænna áherslna í Laugardal
  2. Óskir mismunandi hópa s.s. barna, unglinga, foreldra, fullorðinna og eldri borgara um framtíð dalsins
  3. Mögulega uppbyggingu í sátt við umhverfið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guttormur

Mér líst afbragðsvel á íbúaþing en hef áhyggjur af því sem gerst getur fram að því. Ég legg til að þessari breytingatillögu verði frestað fram yfir þingið til að gæta jafnræðis. Ég vil vekja athygli þína á þessum græna smáflipa sem um ræðir í breytingatillögunni. Það rúmast ekki sex íbúða fjölbýlishús þar eins og ljósmyndin á bak við tengilinn sýnir glöggt. Til að byggja þarna þarf að sneiða af næsta nágrenni, sennilega einmitt sama svæði og fyrri tillaga hafði augastað á og skólagörðunum lika.

Ólöf 

Guttormur, 21.6.2007 kl. 19:35

2 identicon

Það er algjör óþarfi að óska íbúasamtökunum til hamingju með að byggja ofaní skólagarðana.  Þetta svæði er jafn mikilvægt og svæði IV. Þetta er varnarsigur en enginn óskaði eftir því að byggingin yrði færð um 50 metra. Það eru byggingarkranar út um alla borg og virðist ekki vera skortur á byggingarlandi,  en það er skortur á grænum svæðum.

Ég er ánægð að að sjá íþúaþing vera komið á dagskrá í haust og finnst réttast í stöðunni að ekkert verði  aðhafst fyrr en að þingi loknu þegar allir aðila geti komið sínum málum á framfæri.  Það má kannski byggja eitthvað ofaná þessum 2000 ókeypis bílastæðum sem eru í Laugardalnum, en örfáir grænir blettir verði látnir í friði. 

Andrea Þormar (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband