Leita í fréttum mbl.is

Fámennisvald

Það merkilega við þennan dóm er áfellisdómurinn yfir málsmeðferðinni þar sem fjórir sérfræðingar í Læknaráði voru samstarfsmenn læknanna sem voru ákærðir vegna læknamistaka. Með þessu var ekki tryggt hlutleysi þeirra sem dæmdu. 

Þessi dómur Mannréttindadómstólsins á væntanlega eftir að hafa mikil áhrif í okkar fámenna landi, þar sem erfitt getur verið að fá sérfræðinga í dómsmál sem eru alls ótengdir öðrum sérfræðingum sem eru til umfjöllunar. Við þurfum a.m.k. að vanda okkur mun betur en hingað til hefur verið gert. Þá er spurning hvort rétt sé í ríkara mæli að fá erlenda sérfræðinga til að dæma þá innlendu.

Þá vil ég óska stúlkunni og hennar fjölskyldu til hamingju með þennan sigur. Málsmeðferðin og niðurstaða Hæstaréttar er gerð að engu og er það sigur þó svo bæturnar séu ekkert upp í það heilsutjón sem hlaust af læknamistökunum.


mbl.is Mannréttindadómstóllinn úrskurðar íslenskri stúlku bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt að taka fram, eins og ég hef gert víðar, að Mannréttindadómstóllinn segir ekkert um það hvort um læknamistök hafi verið að ræða eður ei, enda hefur sá dómstóll enga lögsögu til þess. Bæturnar eru þar af leiðandi ekkert tengdar heilsutjóni stúlkunnar. Það stendur sem fyrr að það var talið ósannað í Hæstarétti að heilsutjón stúlkunnar væri af völdum mistaka í fæðingu. Það er því dálítið hættulegt að ganga út frá því. 

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband