Leita í fréttum mbl.is

Algert samráðsleysi

Í borgarráði í morgun var tekist á um vinnubrögð borgarstjóra við niðurlagningu Framkvæmdasviðs borgarinnar og stofnun Eignasjóðs. Við fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðum enda alvarlegt mál þegar starfsfólk og þeir sem sitja fyrir hönd borgarbúa í viðkomandi fagráðum fá fyrst að heyra um það í fjölmiðlum. Það er hinsvegar staðreynd sem ekki verður litið framhjá.

Þegar við kvörtuðum undan samráðsleysi var svarið: Hvað, samráðið á eftir að eiga sér stað í Stjórnkerfisnefnd.

Orðhengilsháttur er svar mitt við því þegar einhver kallar það samráð að kynna öðrum sem þegar er búið að ákveða og niðurnjörva. Enda eru borgaryfirvöld (einungis meirihlutinn) að fara halda upp á breytingarnar hér í dag, þrátt fyrir allt "samráðið" sem á eftir að eiga sér stað.

 Bókun okkar í borgarráði:

Fulltrúar Samfylkingar í borgaráði taka ekki efnislega afstöðu til fyrirliggjandi tillagna enda þau fyrst nú kynnt í borgarráði. Jákvætt er að málið fái umfjöllun í stjórnkerfisnefnd eins og samþykktir borgarinnar gera ráð fyrir. Hins vegar eru vinnubrögð borgarstjóra í þessu máli ámæliverð. Kom hann fram í fjölmiðlum með yfirlýsingar um að leggja niður Framkvæmdasvið borgarinnar áður en starfsfólk og fulltrúar í viðkomandi fagnefndum fengu að heyra af þessum tillögum. Með þessu var borgarstjóri að skapa óþarfa óvissu fyrir þann fjölda starfsmanna sem hjá sviðinu starfar.
mbl.is Tillga um stofnun Eignajóðs Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband