Leita í fréttum mbl.is

"jafnvel kældur bjór"

Það var gaman á borgarráðsfundi í dag að sjá bréfið sem borgarstjóri sendi ÁTVR þar sem hann fer fram á að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja bjór í stykkjatali og kælt áfengi. Skemmtilegt finnst mér orðalagið  þar sem borgarstjóri lýsir fyrir áhyggjum sínum þess efnis "að bjór sé seldur í stykkjatali og að jafnvel sé boðið upp á kældan bjór og annað áfengi í stykkjatali".

Í svari ÁTVR kom fram að hætt hafi verið sölu á kældum drykkjum en ekki hafi verið hætt að selja bjór í stykkjatali. Þá lýsir ÁTVR sig reiðubúna að flytja vínbúðina um set í miðborginni og óskar aðstoðar borgaryfirvalda við leit að nýju húsnæði.

Vegna svar ÁTVR mátti ég til með að spyrja tveggja spurninga í borgarráði:

  1. Hyggst borgarstjóri aðstoða ÁTVR við leit að nýjum stað undir vínbúð?
  2. Mun borgarstjóri beita sér frekar fyrir því að bjór verði ekki seldur í stykkjatali?

Ég er hinsvegar sammála borgarstjóra í því að umgengni og drykkja í miðborginni sé áhyggjuefni. Við eigum að taka það mál alvarlega og hjálpa þeim sem eru orðnir "heimilisfastir" á Austurvelli í að eignast raunverulegt heimili. Þá eigum við að fá veitingaraðila til liðs við okkur til að bæta umgengni alla. Þessu vil ég taka á, en er til í að fá kælda hvítvín hjá ÁTVR þegar ég á von á góðum gestum í fiskiveislu heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband