30.8.2007 | 14:28
"jafnvel kældur bjór"
Það var gaman á borgarráðsfundi í dag að sjá bréfið sem borgarstjóri sendi ÁTVR þar sem hann fer fram á að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja bjór í stykkjatali og kælt áfengi. Skemmtilegt finnst mér orðalagið þar sem borgarstjóri lýsir fyrir áhyggjum sínum þess efnis "að bjór sé seldur í stykkjatali og að jafnvel sé boðið upp á kældan bjór og annað áfengi í stykkjatali".
Í svari ÁTVR kom fram að hætt hafi verið sölu á kældum drykkjum en ekki hafi verið hætt að selja bjór í stykkjatali. Þá lýsir ÁTVR sig reiðubúna að flytja vínbúðina um set í miðborginni og óskar aðstoðar borgaryfirvalda við leit að nýju húsnæði.
Vegna svar ÁTVR mátti ég til með að spyrja tveggja spurninga í borgarráði:
- Hyggst borgarstjóri aðstoða ÁTVR við leit að nýjum stað undir vínbúð?
- Mun borgarstjóri beita sér frekar fyrir því að bjór verði ekki seldur í stykkjatali?
Ég er hinsvegar sammála borgarstjóra í því að umgengni og drykkja í miðborginni sé áhyggjuefni. Við eigum að taka það mál alvarlega og hjálpa þeim sem eru orðnir "heimilisfastir" á Austurvelli í að eignast raunverulegt heimili. Þá eigum við að fá veitingaraðila til liðs við okkur til að bæta umgengni alla. Þessu vil ég taka á, en er til í að fá kælda hvítvín hjá ÁTVR þegar ég á von á góðum gestum í fiskiveislu heima.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.