Leita í fréttum mbl.is

Forgangur: 1. í umferðinni 2. eldra fólks

  1. Strætó þarf meiri forgang í umferðinni því hvað eykur aðdráttarafl vagnanna meira en þegar þeir bruna fram úr einkabílnum á forgangsakreinum. Þetta gengur vel víðast hvar erlendis og á Miklubrautinni og Grensásvegi, en því miður gengur ekki nógu vel með nýja forgangsakrein í Lækjargötu. Hef ég beint því til minna þingkvenna að taka upp ákvæði í umferðarlögum sem skilgreinir forgangsakreinar og bannar almenna umferð á þeim. Þá er hægt að taka hart á þeim sem leyfa sér að keyra á strætóakreinum á sínum einkabílum.  Í gær varð ég vitni að einum feitum kalli á svörtum fínum jeppa keyra á akreininni og valda hættu.  Stundum get ég þakkað almættinu fyrir að stöðva mig þegar ég verð vitni að svona tillitsleysi. Það er hinsvegar önnur saga en ég læt ekkert stöðva mig þegar ungir hressir töffarar leggja í stæði fyrir fatlaða. Þeir fá að heyra það frá mér. 
  2. Nú fær unga fólkið okkar aftur tækifæri til að standa upp fyrir eldra fólki og í því felst ekki svo lítil menntun fyrir skólafólkið sem nú fær ókeypis í strætó. Menntun er að þroskast sem mannvera - að mennskast - og er þetta ágætur liður í því. Tók strætó í gær og fyrradag og í báðum tilfellum var nokkuð margt í vögnunum en ég fékk sæti. Mér finnst strætó góður fararmáti og sérstaklega er gaman að ferðast með strætó þegar hann er fullur. Því fleira fólk, því meira mannlíf til að njóta.

mbl.is Fullt í strætó á morgnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Flott hjá þér að rífast töffurunum sem stela P stæðunum.

Værirðu ekki til í að beita þér líka fyrir að fjölga P stæðunum í borginni ? Þau eru alltof fá sérstaklega í miðborginni.

Lækjargatan já ég held að málið sé líka að það er ekkert pláss fyrir þessa akgrein þar. Vonandi bara fjölgar í strætó og bílunum fækkar á götunum vonandi í takt við það. En ég held að gera þurfi strætókerfið skilvirkara fyrst. En vonum það besta.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Fólk er að þroskast finnst mér hvað varðar P fyrir fatlaða. Færri stela þeim en áður. 

Man þá tíð þegar plakatið í strætó ,,Kurteis börn standa upp fyrir fullorðnum" átti hug minn allan þegar ég fór í strætó í æsku, sé myndina enn fyrir mér:)

 PS. hlýtur ekki að verða ókeypis í strætó fyrir alla bráðum? ekki veitir af fyrir láglaunafólkið, ekki bara börnin.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.9.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er bíllaus miðbæjarmanneskja og mjög pirruð út í leiðakerfið. Ég labba allt sem ég fer og tek ekki strætó nema ég sé að fara út úr miðbænum. Ég hef verið að taka strætó allt mitt líf og finnst þjónustan aldrei hafa verið verri en nú enda er þetta nýja kerfi greinilega ekki hugsað fyrir miðbæjarbúa. Ég vona að þetta skáni. Er annars sammála með umferðarmálin. Strætó á að hafa forgang þar sem hægt er að koma því við.

Laufey Ólafsdóttir, 2.9.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband