6.9.2007 | 21:53
Er nágrannalýðræðið of mikið?
Við Reykvíkingar erum alveg búin að tapa okkur í eigin einstaklingshyggju sem er að koma alvarlega niður á meðbræðrum okkar. Kaffistofa Samhjálpar er skjól fyrir tugi einstaklinga á hverjum degi og hefur ekki verið til vandræða á Hverfisgötunni hingað til - nema síður sé. Það er því með ólíkindum að fólk vilji ekki hafa þessa starfsemi í nálægð við sig og það komi í veg fyrir að Reykjavíkurborg og Samhjálp geti keypt nýtt húsnæði undir þessa nauðsynlegu starfsemi.
Það hefur verið reynt í a.m.k. tvö ár að finna nýtt húsnæði en ekkert gengið. Ótal hús hafa verið skoðuð en ekkert gengið í að ná samningum um kaup. Ég held að nágrannalýðræðið sé orðið of mikið.
Kaffistofu Samhjálpar lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alvarlega að spá í hvort ríkisstjórnin og vel stæðir borgarbúar séu að tapa ærunni?
Afi lagði mikla áheirslu á að maður héldi ærunni,, og að þessi þjóð mætti aldrei tapa ærunni né samstöðunni. Hann trúði því að daginn sem eiginhagsmunasemin yrði almennt sterkari en hjálpsemin, mundi þjóðin þurfa að horfast í augu við náttúruhamfarir, til að læra aftur að standa saman. "Vættir þessa lands sjá fyrir því, og þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það áfram." sagði hann.
Þessi orð koma sífellt upp í höfuðið á mér þegar ég sé fréttirnar þessa dagana......
ark (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:12
Það er ótrúlegt að ekki hafi fundist húsnæði undir þessa stórkostlegu starfsemi sem Samhjálp hefur staðið fyrir. Nú skora ég á ykkur kjörna borgarfulltrúa að ganga srax í málið. Þakka þér fyrir að slrifa um þetta. Kveðja Guðni Már
Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 22:24
..Nágrannalýðræði of mikið?.........ekki var nú nágrannalýðræðinu fyrir að tefla þegar borgin ákvað að kaupa Njálsgötuna í sumar fyrir virka eiturlyfjafíkla.....130 nágrannar skrifuðu undir mótmæli sem voru hunsuð.....!
Það er náttúrulega bara betra að láta ykkur stjórnmálamennina ákveða fyrir okkur lýðinn hvað sé okkur öllum fyrir bestu.
Lifi lýðræðið.!
Íbúi á Njálsgötu. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:26
Ég er sammála þér Íbúi á Njálsgötu. Það er ekki skinsamt að hafa þennann rekstur nálægt leikvelli. Og það er alvarlegt að undirskriftirnar voru hundsaðar. Ég hvet ykkur til að skrifa 130 athugasemdir í 130 umslögum, það er "ólöglegt" að hundsa það!
Í alvöru!!! ÞAÐ er víst líðræðið !
bara smá ´´hint (ráð)
ark (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:52
Já Björk þetta er til skammar og stórundarlegt að borgarstjórn skuli ekki vera fyrir löngu búin að finna húsnæði fyrir þessa starfsemi.
Ég og þú vitum báðar að þessi kaffistofa hefur bjargar lífi margra og er mjög mikilvæg fyrir þá sem minnst mega sín í þessu þjóðfélagi okkar.
Er þetta ekki bara spurning um forgangsröðun, hvað þurfa margir heimilislausir að deyja áður en yfirvöld finna þessari starfsemi og annari svo sem gistiskýlum fyrir bæði kynin gott húsnæði.? Þar sem aðstaða er til að sinna þessum einstaklingum og hjálpa þeim til betra lífs þegar þau eru tilbúin til þess.
Samhjálp er að vinna stórkostlegt starf og eiga mikinn heiður skilið.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.9.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.