Leita í fréttum mbl.is

Góðir grannar

Á unglingsárum mínum á Blönduósi þotti fínt að líta niður á Skagstrendinga og ég hef rökstuddan grun um að því hafi verið öfugt farið á Skagaströnd. Þannig var hrepparígurinn í þá daga milli þessara tveggja kaupstaða í Austur Húnavatnssýslu.

Seinna komst ég að því að Skagstrendingar eru ekkert ólíkir okkur Blöndósingum, þó mun fleiri þar hafi migið í saltan sjó, enda fiskveiðar þeirra lifibrauð.

Ég óska Skagstrendingum til hamingju með nýja nafnið á sveitarfélaginu - nú loks eru þeir í raun réttnefndir.


mbl.is Nafni Höfðahrepps breytt í Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ó ertu að norðan

Ég man líka vel þennan ríg

Maður kíkti nú ekki einu sinni á lúðana af Skagaströnd

Og man líka vel ríginn um austur og vestur sýsluna. Fannst hrikalegt að Víðihlíð sem ég stundaði mikið á mínum sokkabandsárum skildi vera í vestursýslunni

Gott að skoðanir okkar hafa þroskast

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.9.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Það eimir stundum eftir af þessu í pólitíkinni - einstaka menn vaxa ekkert uppúr þessu. Eftir allar þær breytingar sem hafa orðið með sameiningu sveitarfélaga hefur fólk þurft svolítið að skilgreina sig uppá nýtt og sjá að það á fleiri samastaði í tilverunni en gamla hreppinn sinn. Þó hann hætti ekki að vera til í hugskotinu. 

Guðrún Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband