Leita í fréttum mbl.is

Börn í boði Eimskips

Hingað til hefur verið sátt um að gefa börnum jöfn tækfæri hvað varðar menntun. Nú á að rjúfa þá sátt og gefa fyrirtækjum tækifæri til að greiða sérstaklega fyrir menntun barna starfsmanna sinna. Sum börn munu því menntast í boði stórfyrirtækja og einangrast í forréttindaheimi og þröngsýni. Þetta er hryllileg tilhugsun.

Það var merkilegt að heyra umfjöllum um einkavæðingu leikskóla í þættinum Ísland í dag nú í kvöld. Þáttastjórnendur sem greinilega voru jákvæðir gagnvart hugmyndinni töluðu við fólk úr atvinnulífinu sem gat hugsað sér að stofna leikskóla í tengslum við sín fyrirtæki. Formaður leikskólaráðs, Þorbjörg Helga, var hin ánægðasta með þennan möguleika en Sigrún Elsa borgarfulltrúi okkar Samfylkingarinnar hélt sönsum í þessari lofræðu um möguleika einkaframtaksins.

Ég er ekki á móti því að sjálfseignarstofnanir reki leikskóla eins og lengi hefur tíðkast, enda er það gert á grundvelli menntastefnu og reglna sem eru þær sömu fyrir alla leikskóla Reykjavíkur. Þannig hefur verið tryggð fjölbreytni og foreldrar og börn með sérstakar óskir í uppeldismálum hafa fengið val. Mikil áhersla hefur verið lögð í uppbyggingu og innra starf leikskólanna þann tíma sem Reykjavíkurlistinn réð ríkjum í borginni. Nú eru leikskólarnir okkar flaggskip og leikskólakennarar víða að koma hingað í námsferðir og ekki síður þeir sem vinna að stefnumótun í þessum málaflokki.

Ef Reykjavíkurborg ætlar nú að færa fyrirtækjunum rekstur leikskóla er verið að mismuna börnum gróflega. Við vitum að þau fyrirtæki sem hafa mikinn auð myndu greiða niður þessa þjónustu fyrir sitt starfsfólk. Börn þess starfsfólk myndi hugsanlega njóta góðs af, en ekki þau börn sem myndu áfram vera í borgarreknum leikskólum. Hvort Reykjavík geti keppt við stórkapitalið má efast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta eru hræðilegar fréttir. Nú þarf að gera eitthvað róttækt.

María Kristjánsdóttir, 11.9.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband