Leita í fréttum mbl.is

Húsnæðiskostnaður eldri borgara

Í velferðarráði í gær lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram fyrirspurnir um byggingu nýrra íbúða í þágu eldra borgara og hvert væntanlegt verð þeirra verði. Það er nokkuð ljóst að eldra fólk sem hefur einungis tekjur frá almannatryggingum, tæpar 127 þús. á mánuði, og eða með litlar tekjur umfram það mun ekki geta eignast íbúðir á uppsprengdu verði né leigt á þeim kjörum sem gerast á almennum leigumarkaði. Því er afar brýnt að mæta þörf þeirra sem eru verst settir fjárhagslega þó þannig að þeir geti nýtt sér almennt húsnæði sem í boði.  Við höfum rökstuddar áhyggjur af því að nýjar þjónustuíbúðir verði mjög mörgum eldri borgurum allt of dýrar, bæði eignaríbúðirnar og leiguíbúðirnar. Þá er líklegt að leiguíbúðirnar verði fáar og muni ekki anna eftirspurn.Til að fá nauðsynlegar upplýsingar upp á borðið lögðum við fram eftirfarandi fyrirspurn á fundi ráðsins í gær:  Í nýjum lykiltölum Velferðarsviðs kemur fram að 370 eldri borgarar eru nú á biðlista eftir þjónustuíbúð. Því er spurt:
  1. Hversu margar þjónustuíbúðir eru nú í byggingu í Reykjavík ?
  2. Hversu stór hluti fyrirhugaðs húsnæðis verður
    1. eignaríbúðir
                                                              i.      Fjöldi íbúða eftir stærð                                                            ii.      Áætlað verð íbúða
    1. leiguíbúðir
                                                              i.      Fjöldi íbúða eftir stærð                                                            ii.      áætluð leigufjárhæð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband