19.9.2007 | 13:20
VG og F gegn húsnæði fyrir geðfatlaða
Í Skipulagsráði í morgun var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 (og F-lista sem er með áheyrnarsetu) að byggja húsnæði fyrir 6 geðfatlaða einstaklinga á Holtavegi. Var þessi ákvörðun tekin þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa enda töldu þeir sem að samþykktinni komu að uppbygging húsnæðis fyrir geðfatlaða væri það mikilvægasta sem við stæðum frammi fyrir. Þá stendur nýtt íbúðahús ekki á grænu svæði, heldur á lóð sem ekki hefur verið nýtt á neinn hátt. Nýtt hús mun ekki skerða skólagarðanna eins og sagt hefur verið, né taka af grænt svæði.
Að sögn Svandísar Svarvarsdóttur réð það ákvörðun hennar og VG að um grænt svæði væri að ræða. Í reiði minni sé ég ekki neitt annað en um hreinan populisma sé að ræða gagnvart þeim hópi fólks sem hefur mótmælt. Besta svarið við þeim mótmælum hefði verið að allar flokkar hefðu staðið saman að þessari samþykkt. VG og F gátu það ekki - heldur völdu stjórnarandstöðugírinn.
Reykjavíkurborg var að taka við því verkefni frá ríkinu að tyggja 80 geðfötluðum einstaklingum búsetu. Ekki er ljóst hver afstaða VG og F verður þegar það þarf að byggja upp almennilegt húsnæði fyrir þennan hóp. Kannski þeim finnst bara best að kaupa gamalt svo ekki þurfi að hrófla við neinu.
Ég er gjörsamlega miður mín yfir þessum vinnubrögðum og það að VG og F sjái ekki til framtíðar fyrir vinsældaþörf nútímans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1197
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björk, þú ert ótrúleg!
þú klínir fordómum upp á íbúa við Laugardalinn. Erum við á móti bílum ef við viljum ekki fleiri bílastæði á græn svæði við Laugardalinn. Erum við á móti skautaíþrótt ef viljum ekki aðra skautahöll í Laugardalinn. Erum við á móti fiskum viljum ekki sædýrasafn á grænt svæði í Laugardal, svona má lengi telja. Ertu virkilega gjörsamlega miður þín, í alvöru talað, þú hlýtur að vera glöð með niðurstöðuna. Til hamingju Björk.
Andrea Þormar
Andrea (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.