23.9.2007 | 22:27
Friður og FAAS
Góð helgi er á enda. Á föstudagskvöldið var ég gestakokkur í Friðarhúsinu og bauð upp á lifur með lauk og bláberjasósu, kartöflumús, salat og karrísteikt epli. Guðrún Bóasar kom með ljúffengt rótargrænmeti í hnetusósu. Um 70 manns komu í haustveisluna og var gerður góður rómur af matnum og ekki síður Svavari Knút sem spilaði og söng nokkur lög. Mér finnst þessir fjáröflunarkvöldverðir í Friðarhúsinu eitt að því skemmtilegra sem ég geri.
Á laugardag var ég fundarstjóri á hátíðarfundi FAAS, Félags aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Um 200 manns voru á fundinum þar sem boðið var upp á fjölmörg fræðandi erindi og ekki síður góða tónlist frá Kyrjunum og KK sem sló algerlega í gegn.
Jonni, Jón Sigurðsson, varð sextugur í gær og fórum við í afmælisveislu mikla sem haldinn var í stúkunni í Laugardalsvelli. Eftir mat og skemmtun var dansað við undirleik hljómsveitar Sigga Jóns. Annað eins stuðband er varla til og ég finn það best nú á sunnudagskvöldi þegar lappirnar eru að drepa mig.
Í kvöld fórum við fjölskyldan í mat til Ingu, Hectors og Evu Bjarkar. Þar var boðið upp dásamleg samskipti ásamt lambahrygg og ís og ávexti í eftirmat. Ég fékk að baða Evu Björk þannig að kvöldið var algerlega fullkomið.
Verkefni komandi viku eru allmörg. Á miðvikudagskvöld verður fundur Samfylkingarfélaginu í Reykjavík sem ber heitið "Þak yfir höfuðið - fyrir alla." Þar verð ég með erindi um stöðu mála í Reykjavík, Laufey Ólafsdóttir formaður Félags einstæðra foreldra mun halda erindi og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sérfræðingur í Félagsmálaráðuneytinu sem er starfsmaður Jóhönnunefndarinnar í húsnæðismálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl vinkona,
kíki reglulega hingað inn, alltaf eitthvað áhugavert í gangi!
Mm, hvað máltíðin í Friðarhúsinu hljómar vel, þekki jú sjálf til þinnar eldamennsku. Vona að maður fari að rekast á þig, alltof langt síðan síðast!
Saga dafnar vel og það er spennandi að fylgjast með öllum þessum breytingum og nýjungum sem eiga sér stað hjá svona krílum:) Hafðu það gott! Eva
Eva (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 22:58
Við gátum því miður ekki verið á rástefnunni hjá FAAS,en hefur örugglega verið mjög lærdómsrík,sjáumst um næstu helgi.Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 24.9.2007 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.