25.9.2007 | 21:25
Loksins! Engan afslátt til öryrkja
Það er löngu tímabært að tekjur örorku- og ellilífeyrisþega verði þannig að hætt verði að skipta fólki upp í gjaldflokka. Mér finnst óþolandi að öryrkjar eigi að fá afslátt af hinu og þessu af því að þeir eru svo tekjulitlir. Auðvitað eiga öryrkjar og aldraðir að borga eins og aðrir fyrir almenna og opinbera þjónustu (undanskil heilbrigðisþjónustu sem á að vera ókeypis fyrir alla, eða ódýrari fyrir öryrkja sem þurfa mun meira á henni að halda) og hafa til þess tekjur eins og aðrir. Það er líka meira réttlæti í því gagnvart þeim hópi sem er á lægstu tekjunum, en geta ekki lagt fram skírteini um að þeir séu undir fátækramörkum.
Tillögur Öryrkjabandalagsins eru verulega áhugaverðar ekki síst fyrir þær sakir að þær ná til alls lágtekjufólks í landinu. Ef þær ná fram að ganga og almannatryggingakerfið verði einfaldað eins og lagt er til, þá þurfum við líka að einfalda margt annað. Þvílík hreinsun og við hættum að láta öryrkja framvísa fátækraskírteinum til að fá skitinn afslátt sem oft er í því fólginn að færa peninga úr einum vasa í annan.
Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1197
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Björk, langaði að láta vita af mér hér í bloggheimum.
Ég er þér hjartanlega sammála, það á að jafna kjör með öðrum hætti en ölmusuafláttarkortum.
Kristjana Bjarnadóttir, 25.9.2007 kl. 21:40
Sammála. Brýnast tel ég að byrja á að einfalda reglugerðir TR svo í það minnst viðskiptavinir skilji þær og þó ekki síður starfsfólkið.
Árni Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 22:02
grunn lífeyrinn mun aukast úr 25.000 kr í 50.000kr þetta gerir það að verkum að örygkja á fullum styrk munu fá útborgað 125.00kr ertu ekki fatta þetta, getur þú lifað á 125.000 kr á mánuðum og hví grerir þú lítið úr fátækum, þetta er ekki fátækra kort, heldur skilríki, ég vona að ég sé að miskilja eitthvað í þínum skrifum því kona þetta eru köld orð
Linda, 25.9.2007 kl. 22:05
Já Linda, ég held að þú sért að misskila. Minn draumur er að hver og einn geti greitt uppsett verð þar sem allir eru á þannig launum að þeir þurfi ekki sérmeðferð hjá gjaldkeranum eða kassafólkinu. Mér finnst í dag að skírteinin séu til þess að framvísa að maður sé undir fátækramörkum og eigi því rétt á afslátti. Þannig koma nafnið til - ekki ætla ég að særa nokkurn.
Björk Vilhelmsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:16
Auðvitað Linda er ekki hægt að lifa af 125000 og slík laun í landinu eru til skammar og ég held ekki að Björk hafi verið að tala um neina sérstaka upphæð aðeins að manneskjur fengju það há laun að ekki þyrfti að vera vísa fram skírteinum. En hún svarar náttúrurlega fyrir sig sjálf.
María Kristjánsdóttir, 25.9.2007 kl. 23:17
Sæl Björk, ég vona bara að tillögur öryrkjabandlagsins nái fram að ganga. þakka þér fyrir allt sem að þú hefur gert.
Svava frá Strandbergi , 25.9.2007 kl. 23:46
Björk ,,,,ég er búin að lesa það sem þú skrifar nokkrum sinnum, og ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara með þessum skrifum, ég hef sennilega misst eitthvað af vitinu þegar ég varð öryrki (eftir bílslys) því ég vissi ekki að græna kortið mitt væri fátækrakort, og að ég ætti að skammast mín fyrir það, Ég þarf greinilega eitthvað að endurskoða græna kortið mitt. Með von um að fólk svona allmennt sé ekki að öfundast yfir því sem öryrkjar hafa.
Sigurveig (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 01:08
Ég er með 130 útborgað og næ alveg endum saman þó ég þurfi meðal annars að borga fyrir íbúð og bíl.
Það er samt auðvitað á mörkunum og ekkert lúxuslíf, en finnst furðulegt að sumir segi að það sé ekki hægt að lifa á því. Í sumum láglaunastörfum er fólk að fá svipað eða jafnvel minna útborgað en fólk á örorku. Er alveg fylgjandi því að örorkan hækki eitthvað en hinsvegar má bilið ekki vera mikið á milli þess og lægstu launanna, það hvetur til þess að fólk svindli á kerfinu. Finnst að örorka eigi að tryggja fólki afkomu en ekki millistéttarlífsstíl með reglulegum utanlandsferðum og flatskjá á heimilinu. Finnst eins og það sé gefið skít í fólk sem er fast í láglaunastörfum ef öryrkjar fá meira útborgað.
Því miður kunna flestir Íslendingar ekki að fara með peninga, neysluæðið nær líka til láglaunafólks og fólk er að sökkva sér í kreditkortum og vöxtum. Sá í frétt fyrir nokkrum mánuðum síðan um innflytjanda sem vann hér í láglaunastarfi, hann gat lifað á því og safnað peningum til þess að stofna eigið fyrirtæki á aðeins 5 árum.
Geiri (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 04:55
Heilbrigðisþjónustan á að vera ókeypis fyrir alla eins og annars staðar í heiminum. Nánast öll ríki sem telja sig vera framþróuð bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 26.9.2007 kl. 09:28
Eins og talað frá mínu hjarta Björk.
Svavar Sigurður Guðfinnsson, 26.9.2007 kl. 12:06
Ég er ekki heldur alveg að skilja hvað þú ert að meina Björk, fyrir mér "hljómar" þetta svoldið eins og þú sért að tala niður til lágtekjufólks í þjóðfélaginu.
Geiri að borga fyrir íbúð og bíl er vel hægt á 130þúsundum á mánuði, en bættu inn í heimsóknum til sérfræðinga reglulega, slatta af lyfjum, sjúkraþjálfun, leikskólagjöldum, fötum og athugaðu hversu langt þú kemst á þessum aur ;)
Ásta (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:11
Já Björk, það getur haft skrautlegar afleiðingar að setja inn vel meint blogg
Eitt finnst mér að hefði mátt bæta við í óskalistann, sem ég er annar rosalega hrifin af og það er að afnema tekjutengingu við maka. Það er fáránlegt að þegar maðurinn minn hækkar í launum eða vinnur yfirvinnu til að bæta fjárhaginn hjá okkur, þá er jafnmikið eða meira tekið af örorkubótunum mínum! Við erum semsagt föst með ákveðna upphæð til að lifa af, hvað sem annað gengur á.
Ég hins vegar skammast mín ekkert fyrir örorkuskýrteinið, það hjálpar bara til að nota þá þjónustu sem boðið er uppá, á þeim fáu stöðum sem það er tekið.
Þakka þér fyrir gott innlegg í baráttuna
já og ég er sammála Þuríði að auðvitað á heilbrigðisþjónustan að vera ókeypis.
Ragnhildur Jónsdóttir, 26.9.2007 kl. 12:12
Sem talað úr mínu hjarta Björk enda oft sagt þetta sama. Laun eða bætur eiga að duga fyrir framfærslu. Heilbrigðisþjónusta skólar og önnur samfélagsþjónusta á að vera ókeypis fyrir alla eða réttara sagt við greiðum fyrir þjónustuna með sköttunum okkar.
Er ekki tekjutengingin óréttlát og gamaldags? Ekki eru atvinnuleysisbætur tekjutengdar við laun maka
Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.9.2007 kl. 17:37
Kjarninn í regluverki velferðarkerfisins sýnist mér oft vera þessi.
Að tryggja að viðskiptavinir fái aldrei meira en sem nemur lágmarks framfærslu. Kerfið bregst hratt við ef slíkt "hættuástand" myndast. Miklu yfirvegaðri eru vinnubrögðin ef hinn naumi skammtur hrekkur ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.
Árni Gunnarsson, 26.9.2007 kl. 19:00
Já það væri gott að fá hækkun á grunnlífeyri og hækkun á skattleysismörkum en það er auðvita ekki rétt að ef þú ert veikur að þá geturu gleymt að fara í sumarfrí með börnin þín,heimilið ótryggt,barn öryrkjans getur gleymt tannréttingum og verið bara með skakkar tennur að því að forráðamaður þess er ekki vinnufær og fær skammtaðir lámarksgreiðslur,ég er öryrkji sjálf og reyndar líka einstæð móðir en er frekar leið á þessari ja eiginlega ölmusu ríkisins og auðvita ætlast ég ekki til þess að lifa lúxuslífi en þó allavega boðlegu lífi barnanna minna vegna.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.9.2007 kl. 19:37
"Geiri að borga fyrir íbúð og bíl er vel hægt á 130þúsundum á mánuði, en bættu inn í heimsóknum til sérfræðinga reglulega, slatta af lyfjum, sjúkraþjálfun, leikskólagjöldum, fötum og athugaðu hversu langt þú kemst á þessum aur ;)"
Ég er einmitt fylgjandi því að aðstæður viðkomandi hafi áhrif. Ég nefndi bara íbúð og bíl (þó ég sé að borga fyrir margt fleira) sem dæmi vegna þess að þess að þetta eru þeir tveir hlutir sem vega mest hjá flestum. Ég á ekki börn en ég er einstaklingur og bý aleinn, keypti mína fyrstu íbúð fyrir mánuði og það var ekkert grín að finna ódýra íbúð miðað við íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu í dag. Það er margt sem er dýrara fyrir einstakling, það er yfirleitt hagstæðara að reka heimili sem margir deila þó það sé stærra.
Ég var ekkert að fullyrða að allir ættu að geta lifað af á 130 þúsund krónum, en ég vildi bara koma með dæmi og mótmæla því að enginn geti það. Ég tel að aðal ástæðan fyrir því að ég næ endum saman sé sú að ég er ekki mikið fyrir kreditkort eða að taka lán (er í dag eingöngu með íbúðarlán.) Ég get alveg skilið að það sé erfitt að ná endum saman fyrir einstæðan foreldra á örorku.
Geiri (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 00:48
Þetta er góður punktur Björk, og tengist því sem mér er sérlega illa við, tekjutenginum bóta. Að mínu áliti eiga allir að fá sömu bætur, s.s. barnabætur. Það er fáránlegt að menn verði að gera grein fyrir tekjum sínum þegar þeir sækja barnabætur. Þær eru samfélagsréttur, ekki "tekjuuppbót". Nú segja margir að slíkt sé "óréttlátt", hvers vegna eigi að borga einstæðri móður á lágmarkstekjum sömu barnabætur og bankastjóra. En ég segi á móti, barnabætur koma tekjum ekkert við. Þær eru samfélagsréttur. En. Það er líka réttur samfélagsins að jafna tekjur í gegnum skattakerfið. Því vil ég ekki "refsa" börnum bankastjóra vegna tekna foreldranna, en á móti tel ég sjálfsagt að bankastjórinn borgi miklu hærri skatta til samfélagsins í formi stórhækkaðs hátekju og fjármagnstekjuskatts.
Guðmundur Auðunsson, 27.9.2007 kl. 12:04
Sammála Guðmundi. Samfélagsbætur fyrir alla, ekkert vesen. Þanig er það t.d. í Danmörku og allir ánægðir.. Menn þar í landi eru almennt ánægðir með háa skatta því allir fá til baka úr kerfinu (sjá rit Stefáns Ólafssonar prófessors).
Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.9.2007 kl. 19:01
Mikið þakka ég fyrir allar þessar athugasemdir. Umræðan um smánarleg kjör öryrkja er virkilega mikilvæg og við verðum að ræða hvernig við viljum bæta kjörinn. Leiðirnar eru margar og styð ég allar leiðir sem ganga ekki á sjálfsvirðingu þeirra sem búa við skerta starfsgetu. Aðalatriðið er að við virðum hvort annað og þarfir okkar og greiðum fólki laun sem það geti lifað af. Mín afstaða gagnvart afsláttarkortum er mjög neikvæð því ég þekki marga sem þola ekki að framvísa kortunum og þá eru margir sem njóta þess að veita "aumingjans lífeyrisþegunum" smá afslátt. Slík "charity" hugmyndafræði á ekki heima í norrænu velferðarkerfi sem vill jafna kjör fólks.
Sjálf er ég eins og Guðmundur Auðunsson vinur minn hlynnt þrepaskiptu skattkerfi þannig að hægt sé að nýta skattkerfið til jöfnunar. Mér finnst raunar alveg fáránlegt að ég borgi sömu skattprósentu og þeir sem eru á mjög lágum launum, hvaðan sem þau koma. Ég vil að fólk gefi eftir getu og þiggi eftir þörfum.
Björk Vilhelmsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.