27.9.2007 | 21:16
Að gefa eftir getu og þiggja eftir þörfum
Má ég biðja um meiri skatta. Umræðan um smánarleg kjör þeirra sem minnst hafa það í samfélaginu er virkilega mikilvæg og ekki síst hvernig við viljum bæta kjörinn. Þakka ég allar athugasemdirnar við síðustu bloggfærslu þar sem sitt sýnist hverjum. Öll sjónarmiðin eru þess virði að á þau sé hlustað og leiðir viðkomandi skoðaðar.
Mín afstaða er að hafna leiðum sem ganga á sjálfsvirðingu þeirra sem fá aðstoð samfélagsins við sína tekjuöflun eða aðra aðstoð vegna skertrar getu. Aðalatriðið er að við virðum hvort annað, mismunandi langanir og þarfir. Mín afstaða gagnvart afsláttarkortum er mjög neikvæð því ég þekki ótal marga sem þola ekki að framvísa kortunum. Þá finnst mér skrýtið að einn eða fleiri þjóðfélagshópar eigi rétt á afslætti því það er tekið sem gefnu að viðkomandi sé fátækur. Hvað er sjálfsagt við það að fólk með langvinna sjúkdóma sé fátækt. Við eigum að greiða fólki þannig laun að það haldi sinni reisn og greiði t.d. í bíó eins og hver annar. Þá get ég illa sætt mig við góðgerðarhugmyndafræði sem þrífst vegna þess að sumum finnst svo gott að veita "aumingjans lífeyrisþegunum" eitthvað sem þeim vantar. Slík "charity" hugmyndafræði sem viðgengst í Bandaríkjunum á ekki heima í norrænu velferðarkerfi sem vill jafna kjör fólks.
Já miklu frekar vil ég biðja um meiri skatta. Er á sömu hugmyndafræði og Guðmundur Auðunsson vinur minn (sjá athugasemdir). Er hlynnt þrepaskiptu skattkerfi þannig að hægt sé að nýta skattkerfið til jöfnunar. Mér finnst raunar alveg fáránlegt að ég borgi sömu skattprósentu og þeir sem eru á mjög lágum launum, hvaðan sem þau koma. Ég vil að fólk gefi eftir getu og þiggi eftir þörfum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"...að fólk gefi eftir getu og þiggi eftir þörfum." Þetta er flott slagorð. Stuðlar og allt .
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:58
ég vill ekki sjá rónana í bænum fá sömu kjör og virkilegir öryrkjar fá, hvernig ætlar þú að aðskilja þá frá virkilegum öryrkjum? eða viltu að rónarnir fáu sömu kjör og handa eða fótalaust fólk fær? bara dæmi sjálsagt miklu fleiri sem eiga við örorku á andlega sviðinu að stríða
Haukur Kristinsson, 28.9.2007 kl. 05:16
gleymdi að nefna að ég vill lægri skatta og borga smá fyrir alla þjónustu sem við fáum svo hún yrði ekki misnotuð, fer ekki að borga 1,000 krónur fyrir næturlæknir ef ég fæ smá kvef, en ef frítt er að fá doksa þá hringi ég kannski
Haukur Kristinsson, 28.9.2007 kl. 05:29
Margt til í þessu hjá þér. En.... ég vil sjá einfalt kerfi án undantekninga þar sem allir borga sömu prósentu að því gefnu auðvitað að þeir hafi þá eitthvað sem hægt er að taka af.
Það er heldur engin þörf á því að hækka skatta heldur þarf að fara betur með skattpeningana okkar. Það er engin hemja hvað það er farið illa með þá. Botnlaust bruðl í allar áttir.
Þóra Guðmundsdóttir, 28.9.2007 kl. 10:04
Haukur gleymir því þegar hann talar um rónana, að þeir greiða mest allt til baka í formi álaga á áfengi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.9.2007 kl. 10:29
Gott að koma af stað umræðu um skatta- og framfærslumál. Virðist hafa orðið útundan í stjórnmálaumræðunni hin seinni ár. Sjálfur legg ég til þá róttæku tillögu að við leggjum af allar bætur opinberann lífeyri og tökum upp samfélagslaun sem nægi öllum til framfærslu og allir njóti. Þannig legðum við af opinberan ellilífeyri, atvinnuleysisbætur hverfa svo og námslán og örorkubætur. Ég útfæri þessar tillögur mínar nánar á bloggsíðunni minni.
Guðmundur Auðunsson, 1.10.2007 kl. 14:39
Það er þetta með að gefa og þiggja, kæra Björk. Mér finnst slagorðið vera í beinni andstöðu við það sem þú ert annars að segja í blogginu.
María Kristjánsdóttir, 4.10.2007 kl. 13:43
Reyndar er þetta góð athugasemd frá Maríu. Björk fékk auðvitað fyrirsögnina lánaða frá Karli Marx, en þýðingin er ónákvæm. Marx sagði að allir ættu að leggja fram eftir getu (NB, ekki "gefa" þar sem það vísar til að menn eigi eitthvað sem þeir í góðmennsku sinni gefa) og fá eftir þörfum (NB, ekki þyggja þar sem það vísar til að menn fái eitthvað að gjöf sem þeir eiga ekki rétt á). Grundvallarhugmyndin er sú að það sé samfélagsleg skylda manna að leggja sitt af mörkum í samræmi við getu og það sé samfélagslegur réttur manna að fá samkvæmt þörfum. Fyrirsögn Bjarkar hefði verið frekar átt að vera "Að leggja fram eftir getu og sækja eftir þörfum".
Guðmundur Auðunsson, 8.10.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.