4.10.2007 | 08:32
Fáránlegt kerfi
Hvers eiga eldri borgarar að gjalda? Hver ber ábyrgð á því að árlega séu tekjuupplýsingar Tryggingastofnunar ekki í tengslum við raunveruleikann? Sá eða sú þyrfti að fá uppsagnarbréf hið fyrsta.
Vona síðan að málefni almannatrygginga verði betur borgið þegar lífeyrismálin fara í Félagsmálaráðuneytið. Tek heilshugar undir kröfur landssambands eldri borgara sem kynntar voru í gær þess efnis.
Árleg martröð aldraðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1197
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Staðreyndin er sú að Trygginmgastofnun miðar útreikning bóta innan ársins við tekjuupplýsingar frá lífeyrisþegum sjálfum. Það eru því lífeyrisþegarnir sjálfir, sem bera ábyrgð á því þegar tekjuupplýsingar Tryggingastofnunar eru ekki í tengslum við raunveruleikann.
Kerfið er þannig upp byggt að innan ársins eru greiddar tekjutengdar bætur í samræmi við tekjuáætlun frá lífeyrisþegum sjálfum. Þeir bera ábyrgð á því að gefa réttar tekjuupplýsingar til TR enda vita þeir væntanelga best allra hvaða tekjur þeir eru með. Þetta gera þeir með því að gera tekjuáætlun í upphafi árs eins og þeir telja að tekjur sínar verði og síðan geta þeir breytt tekjuáætluninni hvenær, sem er ionnan ársins ef þeir sjá að stefni í að áætlunin standist ekki. Þegar tekjur ársins liggja svo fyrir hjá skattayfirvöldum er árið gert upp og þá lenda þeir í endurkförum, sem hafa gefið TR upp og lágar tekjurn í tekjkuáætlun.
Það er reyndar hægt að fara sömu leið og varðandi barnabætur og vaxtabætur að greiða mönnum greiðslur í ár í samræmi við tekjur síðasta árs. Sú aðferð hefur hins vegar þann galla að ef tekjur lækka þá líður milli eitt og tvö ár þangað til þessar bætur hafa að fullu tekið hækkun í samræmi við lækkaðar tekjur. Þetta getur gengið upp varðandi stuðning, sem er aðeins lítill hluti heildarframfærslu viðkomandi einstaklinga eins og barnabætur og vaxtabætur eru. Þegar hins vegar er um að ræða lífeyrisbætur frá TR þá er oftast um að ræða mjög stóran hluta framfærslu viðkomandi einstaklings og því er ekki hægt að bíða svo lengi eftir að þessar greiðslur hækki í samræmi við breyttar forsendur. Þess vegna eru nauðsynlegt að þær greiðslur miðist við samtímatekjur en ekki tekjur fyrri ára.
Ef þú hefur betri lausn við að miða tekjutengdar greiðslur, sem eiga að miða við samtíamtekjur, við annað viðmið en tekjuupplýsingar frá sjálfum þiggjanda greiðslunnar og taka þær síðan til endurskoðunar þegar bestu haldbærar sannanlegar upplýsingar liggja fyrir um tekjur hans, þá mátt þú endilega deila þeirri hugmynd með þeim, sem fara með almannatryggingakerfið á Íslandi. En meðan betri lausn hefur ekki fundist þarf að nota þá aðferð, sem menn telja best til þess fallna í dag að halda utan um greiðslurétt hves og eins.
Sigurður M Grétarsson, 4.10.2007 kl. 09:59
Sú skylda hvílir á greiðsluþegum að veita Tryggingastofnun réttar og nauðsynlegar upp-lýsingar til þess að hægt sé að taka ákvörðun um rétt til greiðslna, fjárhæð og endur-skoðun þeirra. Á sama hátt er maka greiðsluþega skylt að veita upplýsingar um sig kunni þær að hafa áhrif á fjárhæð greiðslna. Ef nauðsynlegar upplýsingar eru ekki veittar má fresta greiðslum tímabundið þar til upplýsingar liggja fyrir. Upplýsingaskyldan tekur til tekna og annarra atriða, s.s. heimilisaðstæðna, flutnings úr landi og breytinga á hjúskaparstöðu. Hafa þarf því í huga að tilkynna allar slíkar breytingar til Trygginga-stofnunar.
TekjuáætlanirTekjur ellilífeyrisþega og eftir atvikum maka hans ráða fjárhæð ellilífeyris og tengdra greiðslna. Greiðslur eru reiknaðar út fyrirfram á ársgrundvelli.
Þegar sótt er um greiðslur þarf að skila tekjuáætlun, sem er áætlun umsækjanda um hversu háar tekjur hann, og eftir atvikum maki hans, mun hafa eftir að taka ellilífeyris hefst. Á grundvelli þessarar áætlunar eru greiðslur ársins reiknaðar. Fjárhæð ellilífeyris ræðst af tekjuáætluninni. Mikilvægt er að vanda til áætlunarinnar vegna þess að greiðslur hvers árs eru gerðar upp þegar endanlegar tekjuupplýsingar liggja fyrir. Röng eða óvönduð tekjuáætlun getur því haft þau áhrif að ellilífeyrisþegi þurfi að endurgreiða mótteknar greiðslur.
Með vandaðri tekjuáætlun er hægt að koma í veg fyrir of- eða vangreiðslur sem þarf að leiðrétta síðar, með fyrirhöfn og óþægindum sem óhjákvæmilega fylgja. Það er lífeyris-þegum í hag að tekjuáætlun sé sem nákvæmust og tilkynna Tryggingastofnun um leið og breytingar verða á tekjum. Ellilífeyrisþegar bera sjálfir ábyrgð á því að tekjuáætlun þeirra sé sem réttust.
Hægt er að fylgjast með greiðsluáætlun og stöðu greiðslna á greiðsluseðlum. Seðlana má nálgast rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.skattur.is. Einnig er hægt að óska eftir því að fá greiðsluseðlana senda heim.
Endurreikningur og uppgjör bótaEins og fram hefur komið er ellilífeyrir jafnan reiknaður út og greiddur á grundvelli áætl-aðra árstekna. Að lokinni álagningu skattyfirvalda eru greiðslur ársins reiknaðar út að nýju miðað við tekjuupplýsingar úr skattframtali. Nýr útreikningur er þá borinn saman við þær bætur sem greiddar voru á árinu. Komi í ljós að of lágar bætur hafi verið greiddar greiðir Tryggingastofnun bótaþega það sem upp á vantar. Komi hins vegar í ljós að of háar bætur hafi verið greiddar innheimtir Tryggingastofnun ofgreiðsluna hjá bótaþega. Tryggingastofnun er heimilt að draga ofgreiðsluna af næstu mánaðarlegu greiðslum.
Guðrún (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:23
Sumir þeirra sem fá bréf frá TR um að skila tekjuáætlun henda því beint í ruslið því þeir trúa því að TR hljóti að fái upplýsingarnar frá skattinum. Svo skilja þeir ekkert í þessu ,,ranglæti" að vera endurkrafnir um ofgreiðslurnar. Það er eitthvað sem er ekki nógu skýrt í samskiptunum.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.10.2007 kl. 19:10
Þetta er skýrt gagnvart öllum þeim lífeyrisþegum, sem lesa bréfin, sem þeir fá frá TR.
Sigurður M Grétarsson, 4.10.2007 kl. 19:45
Kærar þakkir fyrir góðar ábendingar. Ég veit núna betur. Takk
Björk Vilhelmsdóttir, 5.10.2007 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.