Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarfnykur

Það er mikið talað um óeiningu innan Sjálfstæðisflokksins vegna samruna REI og GGE. Ekki kannski skrýtið enda mikil reiði í herbúðum þeirra, en ekki bara út í borgarstjóra. Reiðin beinist ekki síður að fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórn OR sem virðist rekast áfram af gengdarlausri valda- og peningagræðgi. Lítið er hugað að hagsmunum borgarbúa sem eiga fyrirtækið og því er ekki verið að hafa fyrir því að tala við fulltrúa þeirra sem eru kjörnir til að gæta hagsmuna þeirra. Framsóknarstrákarnir njóta þess bara að vera í big-business leik, sér og sínum til hagsbóta. Þetta er framsóknarfnykurinn sem olli því að þessi sami fulltrúi sem hefur 51% völd í Reykjavík fékk bara 6% fylgi í kosningum. Hvar er lýðræðið???
mbl.is Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þú þekkir það nú, af reynslunni, að mörgum manninum (bæði karl og kven) getur orðið hált á svellinu, þegar kemur að samningum við rútineraða businessmenn úti í bæ, þar sem þeirra reynsla er úr allt öðrum heimi en þessara hákarla.

Afar algengt er, að embættismenn, bæði háttsettir og lægra settir, innan borgarkerfisisns, láta plata sig til að kaupa hin aðskiljanlegu kerfi, sem eru vart hálfköruð en ,,þróunarvinna" og ,,innleiðingarvinnan" er nánast öll eftir.  Þetta gerist líka í ríkum mæli hjá Ríkisfyrirtækjum, líkt og Landsanum og víðar, hvar keypt eru flókin tölvukerfi til nota við hin aðskiljanlegustu verkefni, svo sem ,,vinnustund" og fl.

Reynslan kennir svo okkur, að sleypir sölumenn vefja þessum embættismönnum um fingur sér og eru avo komnir á spenan með mikla ,,þróunarvinnu" og ,,innleiðingarvinnu" ,-allt á útselddum kauptaxta kaupdýrum mjög.

Til upprifjunar er hér ágætt að minna á svonefnd ,,Smartkort" hjá borginni. Einnig eru allmörg kerfi, sem keypt hafa verið til brúkunar hjá stofnunum hennar en virka ekki eins og til var ætlast og af stað var farið með en fundir og ráðstefnur um þörfina og hitt og þetta blaður eru haldnir út í eitt.

ÞEtta er ég að setja niður, ekki til að afsaka þessa gerð hjá Orkuveitunni, -fjarri því,--heldur er ég að gefa í skyn, að öfl, mjög sterk, hafi undirbúið og skipulagt, sjálftöku á verðmætum, sem ættu ekki að vera laus stjórnendum borgarstofnunar, nema með samþykki aukins meirihluta Borgarstjórnar.

Svona vinnubrögð eru mér afar á móti skapi og tel ég þau vera meira en ámælisverð og jafnvel svo alvarleg, að vítaverð séu.

Með þökk fyrir tímabært innlegg.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 5.10.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það þykir mér sjálfstæðismenn hafa gert góð kaup að ráða einn framsóknarmann sem vinnur á við alla hina sjálfstæðismennina í borgarstjórn. Ef þú átt við það að Björn Ingi framkvæmi hlutina og sjálfstæðismenn skrifi undir finnst mér hann vera að standa sig afburða vel.

Steinn Hafliðason, 5.10.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Njörður Lárusson

Eh, fyrirgefðu Björk, hvernig gat þessi eini fulltrúi framsóknarflokksins staðið fyrir þessu.  Þú ættir að vera vandari að virðingu þinni en að blogga svona endemis haugaþvælu.  Þar fyrir utan, ef að við hugum að útrás þekkingar í nýtingu jarðvarma, þá hljóta það að vera Orkuveiturnar, sem búa yfir þekkingunni, sem væntanlega á að vera sölu, eða til miðlunar, gegn einhverskonar gjaldi, til opinberra aðila erlendis, sem hafa ekki þá þekkingu sem Orkuveitur í opinberri íslenskri eigu búa yfir.   Hvers vegna mega ekki orkuveitur í opinberri eigu, eiga hlut í útrásarfyrirtækjunum ?  Rökin eru þau að fyrirtæki í opinberri eigu skuli ekki reka áhættufyrirtæki í gróðasjónarmiði.  Segjum að O.R. seldi bara hlut sinn í REI á markaði, og hætti að skipta sér af þessu útrásarmáli.  Hvar heldur þú að starfsmennirnir, verkfræðingarnir, verkstjórarnir á borunum, og almennt allir með þekkingu á þessari starfsemi, væru starfandi innan tíu ára.  Nú auðvitað hjá útrásarfyrirtækjunum, og O.R. væri vælandi í öllum atvinnuauglýsingadálkum, eftir hæfu starfsfólki.  Það er bara þannig, að það verða að vera tengsl þarna á milli.  Þessi þekking er mjög verðmæt, og ef að tengslin milli opinberu orkuveitnanna og útrásarfyrirtækja í þessum geira verða slitin.  Þá brestur einfaldlega á atgervisflótti úr opinberu orkuveitunum, og þær verða nánast óstarfhæfar, nema með því að kaupa sérfræðiþekkinguna af útrásarfyrirtækjunum, því að þar verða jú allir sérfræðingarnir með reynsluna starfandi.  Þaðan munu koma himinháir reikningar. Hvað heldur þú, að það muni kosta almenning á Íslandi ?  

Njörður Lárusson, 5.10.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Sævar Helgason

Ég tek svona efnislega undir þetta hjá Bjarna K.  Auðvitað er  það alveg fráleitt af borgarstjóra ,honum Vilhjálmi ,að ganga svona einn og sér í björg þessara fjáraflamanna. Hans þekkingar og reynsluheimur er alls ekki á sviði harðsnúinna fjármálaviðskipta á heimsmælikvarða...hann er sveitarstjórnarmaður með mikla reynslu og þekkingu á því sviði og góður maður þar.

Mér finnst afar misráðið af honum að gangast undir þessar verklagsreglur sem þessir fjármálaspekúlantar hanga á sem boðorðunum tíu... Vilhjálmur er fulltrúi borgaranna og eigenda Orkuveitunnar, það gerir málið bara allt öðruvísi fyrir hann. Honum ber að upplýsa . allavega sína samflokksmenn um málið.

Að sameina krafta okkar Íslendinga í þessu gríðarstóra jarðvarmaorkuverkefni úti í heimi , það tel ég afar mikilvægt. Málið er bara það er ekki sama hvernig og með hvaða hætti það er gert.

Síðan eru þær grunsemdir uppi að allt þetta brambolt sé aðeins einn leikur í því tafli fjármálaaflanna að komast yfir orkuauðlindir okkar til varanlegrar eignar...núverandi lög koma ekki í veg fyrir það.

Því miður er ferill Framsóknar um tíðina í viðlíka málum , spor sem hræða. Og athafnastjórnmálamaðurinn í borgarstjórn... hann er ekki beint traustvekjandi með hag okkar borgarana í fyrirrúmi. 

Sævar Helgason, 6.10.2007 kl. 15:18

5 identicon

SANNLEIKURINN UM BJÖRN INGA HRAFNSSON;'A VONANDI EFTIR AÐ KOMA FRAM SEM FYRST VONANDI.HANN ER LÆRLINGUR HALLDÓRS OG FINNS INGÓLFSSONAR EN ÞEIR ERU FORINGJAR ÞJ'OFAGENGJA:og hananú.

Jensen (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband