7.10.2007 | 22:30
Er Björn Ingi sammála?
Er ekki viss um að Björn Ingi verði sáttur við þessa afstöðu ráðherra þ.e. málið hafi verið unnið í allt of miklum flýti og að OR eigi að draga sig strax út úr útrásinni. Hingað til hefur verið rætt um óánægju meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórnarflokknum við borgarstjóra en minna verið rætt um ágreiningin milli þess sama meirihluta við fulltrúa Framsóknarflokksins. það verður gaman að fylgjast með þegar menn koma frá keisarans höllum í Kína.
Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Björk:ef að þú hefðir ekki verið svona óþekk í R listasamstarfinu,þá kannski hefði þetta aldrei gerst eða hvað? En um hann Björn Inga Hrafnsson veit þjóðin nú að í hvert sinn sem hann opnar munninn að þá er hann að ljúga.
Jensen (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:46
Nú langar mig til að vita nokkuð, til þess eins, að gera me´r grein fyrir hversu djúpt þú horfir á þessa grafalvarlegu hluti, sem nú eru að þroskast.
1. Finnst þér ekkert ótrúverðugt, að Bjarni sem skilaði Glitni með stórgróða, hafi verið veitt lasun svona nánast óforvarendis, eftir dygga þénustu við sína herra í FLgrúppu og öðrum ,,Grúppum"?
2. Hyggur þú alldeilis slétt og fellt, að fyrrum lukkuriddari Framsókanr og ætlaður krónprins, vistist til Glitnis, með sérverkefni --orkumál, og bróðir hanns hafi verið settur formaður stjórnar í Landsvirkjun, af Valgerði, ráðherra, sem stóða að setningu Vatnalana?
3. Heldur þú virkilega að allar þessar vendingar hafi verið svona óvart og algerlega ótengd, svona ótrúlegir áhittingar?
Mér finnst þetta mál allt saman vera álíka sporrækt og fótspor í nýfallinni mjöll í logndrífu. Allt gegnur upp og myndin af Finni Ingólfs og Ólafi í Samskipum, eftir ,,söluna" á Búnaðarbankanum, glansar í bakgrunninum.
Fyrir mína parta, finnst mér fyrrum bekkjabróðir minn Össur, tala heldur mjúkt um þetta og að hann ætti að vita, að ekki er allt sem sýnist í svona baktjaldamakki. Ekkert frekar en ,,kjölfestufjárfestirinn útlenski var til, þegar S-hópurinn ,,uppfyllti" kröfur um kauprétt að Búnaðarbankanum.
Mjög uppfræðandi væri, fengist kunningi minn og fyrrum stjórnarmaður í Einkavæðinganefndinni, til að segja af hverju hann sagði sig frá þessu sukki öllu saman. Það væri hressilegt innlegg í heiðarlega umfjöllun um þjóðmál líðandi stundar.
Verð að hætta, er að verða heitur.
Miðbæjaríhaldið
sem trúir enn á, að frelsi eins má aldrei verða helsi annars.
Bjarni Kjartansson, 7.10.2007 kl. 22:52
...ætli þeir hafi ekki líka drepið Kennedy... og jafnvel John Lennon! Ætli Yoko viti af þessu?
Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.10.2007 kl. 23:06
Ég næ ekki upp í nefið á mér yfir að R listaflokkarnir skildu splundra samstarfinu,þið hefðuð alveg getað verið í meirihluta í dag ef einhver dugur hefði verið í ykkur,þess vegna eyjið þið að hafa hægt umm ykkur og hafa vit á því að halda kjafti
þorvaldur Hermannsson, 7.10.2007 kl. 23:15
Ótrúlegt hvað ég er sammála Miðbæjaríhaldinu, með hvað tengingar eru auðraktar bæði í snjónum og pólitíkinni.
En Þorsteinn má nú muna að ég barðist fyrir áframhaldandi R-listasamstarfi og gekk svo langt í því að ég sagði mig úr mínum gamla flokki VG.
Björk Vilhelmsdóttir, 7.10.2007 kl. 23:22
Biðst afsökunar, að leggja tvisvar til í sama máli ne það er leyfi bæjarstjórnarmanna að taka tvívegis til máls um hvaðeina.
Sigurður Viktor og Þorsteinn Þorvaldsson, virðast vera afar vanstilltir yfir þessum málum öllum. Brúka munn og reyna að snúa út úr.
En að málefninu. Afar er langt gengið, þegar fjölmiðlungarnir klappa mönnum, sem eiga í hlut í hitamáli núsins.
Bjarni fékk afar hggulegar meðferðir í báðum sjónvarpsstöðvunum, skiljanlegt í öðru tilfellinu, hvar sömu húsbændur eru við völd og í REI en að Ríkisfjölmiðillinn hafi nú ekki sett menn í að hita nokkuð undir pottunum áður en Bjarna var boðið til stofu, það er brjóstumkennanlegt.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 7.10.2007 kl. 23:26
Við uppákomu sem þessar verður maður frekar súr yfir því að ekki tókst að halda R-listanum saman. Ég man alveg hvernig sú skák spilaðist, þú gerðir hvað þú gast til að það mætti ganga. Hitt er annað mál að Svandís stendur sig vel núna.
Kristjana Bjarnadóttir, 7.10.2007 kl. 23:52
Ég er sammála Bjarna Kjartanssyni. Þessi ógnarhraði á að keyra málið í gegn, nánast í skjóli nætur, er ekki traustvekjandi.
Markmiðið er klárlega að ná yfirráðum á orkulindum okkar með hraði áður en Alþingi bindur í lög samfélagslega eign þjóðarinnar á orkuauðlindum.
Sporin hræða, en vísa samt veginn að markmiði þessara fjáraflamanna.
Sævar Helgason, 7.10.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.