Leita í fréttum mbl.is

Er einkaleyfi á því að græða?

Ég trúi ekki að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn Reykjavíkur ætli að selja auðmönnum landsins allan framtíðarjarðvarma Suðurnesja. Það eiga þeir að fá í kaupbæti yfir hlut OR í REI enda á Geysir Green Energy forkaupsrétt að hlutnum og auðvitað vilja þeir kaupa. Ég sé fyrir mér dollarabrosið þegar þeir skála eftir undirritun samninga um leið og þeir hlægja að vitleysisgangi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Við megum alls ekki selja á næstunni. Í sameiginlegu fyrirtæki okkar borgarbúa hefur skapast ómetanleg þekking sem hægt er að nýta til jákvæðrar útrásar. Mikilvægt er að leyfa þeirri þekkingu að skapa þann auð sem vænst er, áður en við seljum.

Það er í lagi að opinbert fyrirtæki græði þegar það hefur unnið fyrir því. Við megum ekki láta eins og það sé einkaleyfi hjá örfáum aðilum að græða. Það er bara vilji Hannesaræskunnar sem ræður ríkjum í Ráðhúsi Reykjavíkur.


mbl.is Eiga forkaupsrétt á hlut Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, jú, selja eða öllu heldur gefa auðmönnum landsins eins og Bjarna Ármannssyni sem allra mest af kökunni, skítt með sauðsvartan almúgann.

Stefán (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Samfylkingin situr í ríkisstjórn- hvað ætlar hún að gera?

María Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:29

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Góður punktur hjá Maríu. Samfylkingin getur vel stöðvað þetta með lagasetningu, t.d. með því að setja í lög að allar náttúruauðlyndir landsins skuli vera í almannaeign, þ.á.m. jarðvarminn. Ég er þér sammála Björk, þetta væri ófyrirgefanlegur þjófnaður. Þetta er ekkert smámál, þetta er stórmál. Samfylkingin á að krefjast þess að lög um almannaeign jarðvarma og vatnsafls séu sett eða slíta ríkisstjórninni ella.

Guðmundur Auðunsson, 9.10.2007 kl. 12:06

4 Smámynd: Fríða Eyland

Að einkavæða náttúruauðlindir þjóðar er þjófnaður á þjóðinni.

Þannig skil ég málið. Það á að rifta þessum samning !

Sem gerður var í skjóli nætur eftir að loforð um að eingin gjörningur af þessu tagi stæði til.
 

Fríða Eyland, 9.10.2007 kl. 14:44

5 identicon

Hvar er Samfylkingin nú í þessu máli, sjálf samviska þjóðarinnar?  Eins og venja er þegar stór og alvarleg mál koma upp, vill Samfylking hvergi koma nærri.  Sjáið bara Samfylkingarmennina Björgvin Sig. viðskiptaráðherra og iðnaðarráðherrann hann Össur, þeir gera ekkert í þessu máli annað en að horfa upp á auðlindir almennings renna í vasa gulldrengjanna og gera þá enn ríkari.  Varla eru þessir gulldrengir að þessu af einhverri góðmennsku í einhverri góðgerðarstarfsemi. 

Samfylkingin sér um sína!  Þetta er að verða einn spilltasti flokkur sem komist hefur í stjórn.

Arnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband