22.10.2007 | 00:35
Á bestu börn í heimi
Þessa stundina er Kristín mín (16 ára) að snyrta á mér táneglurnar. Hún gaf mér í afmælisgjöf í byrjun október höfuðnudd, fótsnyrtingu og handsnyrtingu sem hún sjálf framkvæmir. Við höfum ekki haft rúman tíma saman síðan þá, en núna mundar hún naglaþjölina á meðan ég blogga. Ég ætla ekki að byrja að nota lýsingarorð til að lýsa henni, því ég veit ekki hvar á að byrja eða enda slíka upptalningu. Ég er ekki nógu mikil tungumálakona til að tjá tilfinningar til þeirra sem mér þykir vænst um.
Guðfinnur (18 ára) er væntanlegur heim með síðasta strætó af síðustu Airwaves tónleikunum á þessu ári. Hljómsveitin hans For a Minor Reflection hélt tvenna tónleika á hátíðinni. Þeir voru með á opnunarkvöldinu á Grand Rokk og offvenue í Skífunni í gær laugardag. Þeir hafa fengið mjög góða umfjöllun í Morgunblaðinu og Víðsjá. Ég mætti á Grand Rokk ásamt 200 - 300 öðrum aðdáendum og þeir voru alveg frábærir!!! Ég er svo stolt mamma að ég er stundum að springa, verð að passa mig á að vera ekki of mikil mömmu grúbbía.
Haukur (27 ára) er sjálfstæður ungur maður sem hefur verið ofurupptekin síðustu daga vegna Airwaves hátíðarhalda. Talaði við hann um helgina og hitti hann á tónleikum á miðvikudag. Hann er æðislegur.
Inga mín (29 ára) ásamt sínum eiginmanni Hectori og Evu Björk(11/2 árs) voru hér í mat í kvöld. Bauð ég upp á skötusel með grænmetisostasósu og lífrænum híðishrísgrjónum. man að ég ætlaði að bjóða upp á uppskriftir hér á síðunni. Geri það við tækifæri. Þessi litla fjölskylda og yndislega barnabarnið eru lífið og tilveran. þannig er það bara.
Gerður (34 ára) býr í London ásamt sínum eiginmanni, honum Marcosi. Þeirra er sárt saknað eftir að þau fóru aftur út eftir góða samveru í allt sumar. En Gerður er svo útséð að hún hefur komist í ókeypis símtöl til Íslands og af því að hún er svo fjölskyldurækin þá hringir hún oft. Fyrir það er ég rosalega þakklát þó mér finnist ekki alltaf gaman að tala í síma.
Það skal tekið fram að síðasttöldu börnin mín þrjú fékk ég ókeypis þegar ég náði í einn með öllu. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að eiga öll þessi börn og að ég hafi líka fengið að njóta þess að vera stjúpmamma. Það hef ég getað af því að mamma þeirra hún Eva hefur gefið mér frelsi til þess. Líf mitt er yndislegt og það er dagsatt að ég á bestu börn í heimi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær færsla Björk. Til hamingju með allt þetta fallega fólk
Laufey Ólafsdóttir, 22.10.2007 kl. 01:41
Gott að fá heyra af þeim. Kærar kveðjur til ykkar allra.
María Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 08:07
Gaman að lesa færsluna þína um fjöslkylduna..... Vona að þér líði vel í tánum eftir snyrtinuna
Guðný Aradóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 10:03
ÉG veit alveg hvaðan Kristín hefur það að vera góður fótsnyrtir..nema hvað.. frá mömmu sinni. Hlakka til að hitta þig í nóvember,við munum örugglega eiga góða helgi allar saman. Tek undir það þú á yndisleg börn. Bestu kveðjur frá Blönduósi Raddý
Raddý (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 18:17
Mikið er gott að fá svona jákvæðar athugasemdir. Skila öllum góðum kveðjum til eiginmanns og barna, tengdabarna og barnabarns.
Björk Vilhelmsdóttir, 22.10.2007 kl. 18:29
Mikið finnst mér yndælt að lesa þessa færslu Björk mín. Hlý og stolt móðir að ræða um ungana sína, sem greinilega eru að gera góða hluti, en mundu bara að ekkert kemur frá engu. Það þarf því hjartahlýja móður til að skila af sér hjartahlýjum börnum. Því skrifast þetta mjög mikið á þig. Til hamingju með þau öll sömul.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 18:48
Blessuð Björk,
Þó svo að þetta sé frændfólk mitt þá hef ég bara kynnst Gerði í mýflugumynd og það þegar ég fer á leiki í London. Það er alltaf gaman að hitta hana. Síðast þegar ég fór (með brauð sem Sigfús og Guðmundur nostruðu við) þá fórum við á kaffihús og svo fór hún með mig í búð þar sem ég átti að kaupa eitthvað handa konu og dóttur. Það endaði með því að ég kvaddi Gerði þar sem hún var með fangið fullt af ómátuðum fötum sem Marcos átti að gefa henni afmælisgjöf en ég fór tómhentur... en kaffið var gott Vonandi fer ég á leik í vetur og tek þá með mér meira af brauði og lýsi handa frænku....
Sigurður F. Sigurðarson, 24.10.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.