Leita í fréttum mbl.is

Velferð mín og borgarbúa

Síðustu 12 daga hef ég hugsað mikið um velferð borgarbúa og á köflum gleymt minni eigin. Ég hef komið heim á kvöldin úrvinda eftir hvilfilbyl dagsins en samt með bros á vör því verkefni daganna hafa verið óvenju krefjandi og skemmtileg. Ég og nýr meirihluti velferðarráðs erum að endurskoða starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs og leggja nýjar áherslur. Þær mun ég birta eftir fund velferðarráðs á morgun, svo og ályktun gegn áfengisfrumvarpinu og fleira skemmtilegt sem verður tekið fyrir á fyrsta velferðarráðsfundi þessa meirihluta. Þetta eru þó langt í frá einu verkin því við í borgarráði erum með til meðferðar fjárhagsáætlun borgarinnar í heild auk annarra verka. 

Flutningar hafa staðið yfir á sama tíma þar sem meirihluti borgarstjórnar hverju sinni á að vera á skrifstofum á annarri hæð í Tjarnargötu 12 en minnihlutinn er í efra. Ekki veit ég af hverju við þurftum að flytja nú í þessarri miklu vinnutörn, en stundum er best að hlýða og brosa. Ávinningurinn er líka nokkur þegar búið er að flytja þar sem við erum nær ritararnum okkar henni Rögnu, fundarherberginu og biðstofu fólksins sem kemur í tugatali og heimsækir borgarfulltrúanna sem eru við völd hverju sinni.

Átti í dag minn fyrsta fund í húsnæðisnefnd Félagsmálaráðuneytisins. Ég hef miklar væntingar til þess að nefndin skili tillögum sem muni skipta sköpum fyrir þá ótal mörgu sem eiga enga úrkosta völ á húsnæðismarkaði dagsins í dag. Ekki veitir af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Til hamingju með starfsvettvanginn og gangi ykkur vel.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.10.2007 kl. 21:55

2 identicon

Se ad thu ert med forgangsrödunina a hreinu, eg og borgarbuar!!!

Adalheidur Sigurdardottir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:09

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Til hamingju með nýja meirihlutann. Lýsi yfir ánægju minni með afstöðuna gegn áfengisfrumvarpinu. Var lengi hlutlaus gagnvart þessu, hugsaði ekki mikið um það en er nú alfarið gegn gulum Bónusbjór með bleiku svíni, fyrir því liggja ótal ástæður, forvarnir, verð, úrval................................og fleira.

kveðja

Kristjana Bjarnadóttir, 23.10.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Verð að svara Aðalheiði. Þetta er spurning um að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig. Ef ekki, getur maður lítið gert fyrir aðra.

Björk Vilhelmsdóttir, 23.10.2007 kl. 22:43

5 identicon

vonandi komið þið með meira en einhverjar skyndilausnir eins og R listinn var með. þið ætlið að kasta peningum út um gluggan og miðið á leikskólakennara, en sætta hinar kennarastéttirnar sig við það? gaman væri að sjá það. hvernig væri að ná sátt um þetta rugl áður en þið veifið bleðlum framan í leikskólakennara

haukur (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 02:33

6 identicon

Það þarf að gera átak fyrir aldraða á stofnunum borgarinnar. Tryggja þjónustu á íslensku,tryggja að það fái nóg af góðum mat. Launin verður að laga.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 08:38

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvar er málefnasamningurinn ?  er hann kanski aukaatriði.

Óðinn Þórisson, 24.10.2007 kl. 08:58

8 identicon

Óska þér velfarnaðar í starfi og gangi ykkur vel.

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband