24.10.2007 | 21:30
Áherslur Velferðarráðs
Nýr meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista leggur áherslu á það í áætlun fyrir starfsárið 2008, að þjónusta við íbúa Reykjavíkur stuðli að auknum lífsgæðum borgarbúa. Til að það megi takast verður markvisst unnið gegn fátækt og öðrum félagslegum aðstæðum sem torvelda fólki að njóta lífsins með reisn.
Áhersluatriði Velferðarráðs eru:- Húsnæðismál. Átak til að koma til móts við þá sem eru illa settir á húsnæðismarkaði, í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög.Tryggt verði að allir hafi þak yfir höfuðið.
- Efling þjónustumiðstöðva til að tryggja kraftmikla, þverfaglega þjónustu í hverfum borgarinnar í samvinnu við borgarbúa og stofnanir borgarinnar.
- Samþætting, uppbygging og aukin þjónusta við aldraða og fatlaða í heimahúsum.
- Aukin áhersla á barnavernd, forvarnarstarf, stuðning og aðstoð við fátæk börn og börn í áhættuhópum.
- Aukin lífsgæði fyrir þá sem hafa fengið fjárhagsaðstoð í langan tíma með áherslu á endurhæfingu og starfsþjálfun.
- Þróun þjónustu við innflytjendur og flóttafólk.
- Verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga. Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að fá verkefni sem koma að nærþjónustu við aldraða og fatlaða frá ríkinu.
Áfram verði sérstök áhersla lögð á málefni aldraðra sem m.a. endurspeglast í eftirtöldu:
- Byggðar verði 200-300 þjónustuíbúðir til ársins 2010 í umsjá stýrihóps í búsetuúrræðum aldraðra á kjörtímabilinu.
- Samþætt og bætt heimaþjónusta.
- Fjölgun dagvistar- , hvíldar- og hjúkrunarrýma í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld
- Aukið samráð haft við eldri borgara varðandi ofangreind atriði.
Velferðarráð leggur áherslu á aukin lífsgæði borgarbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá ykkur félagar fyrir sunnan!
Guðrún Helgadóttir, 25.10.2007 kl. 14:47
Mér líst vel á þetta
Katrín Ósk Adamsdóttir, 25.10.2007 kl. 19:47
Verður tekið á því að fólki sé meinað um fjárhagsaðstoð vegna þess að það eigi íbúð og bíldruslu?
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:45
Líst vel á þetta :)
Langar að benda þér á grein sem ég skrifaði á politik.is í síðustu viku um reynslu mína sem fangavörðu í fangageymslunni við Hverfisgötu. Það þarf að gæta þess að ríki og sveitafélag brjóti ekki á fólki sem hefur orðið undir í samfélagi okkar og auki enn á vanda þess. Þetta er kannski ekki stór hópur en þetta eru einstaklingar sem er ekki á bætandi og mega síst af öllum við ósæmilegri meðferð.
Baráttukveðja,
Guðrún Birna
Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 29.10.2007 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.