Leita í fréttum mbl.is

**** fyrir For a Minor Reflection

Ég er alveg óþolandi stolt mamma. Verð að benda lesendum á plötudóminn um frumraun For a Minor Reflection sem birtist á síðu 79 í Morgunblaðinu í dag, sunnudag. Mínir menn fá 4 stjörnur og alveg frábæra umfjöllun. Til að auðvelda lesendum lífið birti ég bara dóminn.

TÓNLIST - Geisladiskur

Heit sveit

For a Minor Reflection – Reistu þig við, sólin er komin á loft... stjörnugjöf: &sstar;{sstar}&sstar;{sstar}

HLJÓMSVEITIN For a Minor Reflection var stofnuð árið 2006 og hóf feril sinn á því að spila blús en fljótlega fór sveitin að feta nýja leið í átt að tilraunaglöðu rokki og naumhyggju. Í dag er sveitin skipuð þeim Kjartani Hólm (gítar), Guðfinni Sveinssyni (gítar), Elvari J. Guðmundssyni (bassi) og Jóhannesi Ólfassyni (trommur). Á matseðlinum er ósungið en hressilegt síðrokk / nýskógláp (neo-shoegazing) í anda hljómsveita eins og Godspeed You Black Emperor!, Explosions in the Sky, Sigur Rós og jafnvel Isis.

For a Minor Reflection er þrátt fyrir ungan aldur þrælgóð hljómsveit, svo góð að undrum sætir svo ekki sé meira sagt. Þeir drengir eru afar liprir hljóðfæraleikarar sem verður gaman að fylgjast með þegar fram líða stundir. Sveitin er kraftmikil og hefur náð góðum tökum á því formi tónlistar sem hún er að fást við, svo góðum að söngleysið kemur ekki að sök nema síður sé. Sex lög prýða plötuna sem er um það bil klukkutíma löng en það er einmitt einkenni síðrokksins að semja löng og epísk lög. Allt gengur þetta þó upp hjá For a Minor Reflection, platan heldur athygli hlustandans frá byrjun til enda, frá upphafslaginu Kyrrð að því síðasta...sólin er sest og dapurleikinn tekinn við (bless).

Það er ekki hægt að setja út á margt þegar þessari plötu er rennt í gegn enda algjör óþarfi, hún stendur fyrir sínu. Reistu þig við, sólin er komin á loft...er grasrótarútgáfa af fremstu gerð og eitthvað sem svo sannarlega er þess virði að leita upp í betri búðum borgarinnar.

Jóhann Ágúst Jóhannsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Til lukku.

María Anna P Kristjánsdóttir, 11.11.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Júlíus Valsson, 11.11.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Gleymdi að setja inn slóðina (aftur).

Þetta eru snillingar!

http://www.myspace.com/foraminorreflection

Júlíus Valsson, 11.11.2007 kl. 23:41

4 identicon

Til hamingju með drenginn! Og þá alla. Þeir eru frábærir. Og það má vera stolt hljómsveitarmamma! ;-)

Sigga (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband