Leita í fréttum mbl.is

Sveinn útilokaður frá Gaza

Sveinn Rúnar eyddi öllum deginum í dag við Erez hliðið að Gazaströndinni en fékk ekki að fara inn ásamt samferðamanni sínum Ben Alofs heimilislækni í Wales. Þeir hafa verið í Palestínu í 2 vikur að vinna með læknishjálparnefndunum á færanlegum sjúkrastöðvum og höfðu undirbúið í 8 daga að komast inn á Gaza. Þrátt fyrir bréf upp á vasann frá utanríkisráðherra, heilbrigðisráðherra og Lútherska heimssambandinu þess efnis að hann væri að ferðast með vitneskju þeirra og vilja, þá hleypa þeir Sveini ekki inn, enda gæti hann sagt frá þeim hörmunum sem eru í risastóra fangelsinu sem 1.5 milljón manns eru í.

Lesendur þekkja Svein og vita að hann er einungis í þeim erindagjörðum að aðstoða eins og möguleiki er á og hitta kollega sína og sýna þeim stuðning við erfiðar aðstæður. Er þetta ómetanlegt þeim sem lifa við hörmungarnar og nauðsynlegt til að geta safnað fjármunum sem síðar koma að gagni.

Ben Alofs er hollenskur læknir búsettur og starfandi í Wales. Hann starfaði í nokkur ár í flóttamannabúðum í Líbanon og síðar á Al Arab Hospital á Gaza. Ég ferðaðist með þeim félögum í Palestínu og á Gaza fyrir 3 árum og ég get ekki sætt mig við að Ísraelska herlögreglan banni þeim inngöngu. Þeir ætla að reyna enn frekar á morgun. Nú er bara að vona það besta. Allir að senda þeim baráttukveðjur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Baráttukveðjur!

María Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baráttukveðjur til Sveins frá mér og Einari!

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Sveinn er sönn hetja. Líklega hefur góð berjaspretta í ár gefið honum aukinn kraft!

Júlíus Valsson, 12.11.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Mér finnst verst hvað maður er vanmáttugur. Svo verð ég rosalega reið þegar ég les um framferði eins og þetta.

Baráttukveðjur til Sveins og Ben Alofs félaga hans.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 12.11.2007 kl. 09:10

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ótrúlegt að hann skuli vera stopaður af, ljótur heimur.  Gott að við eigum hetjur eins og Svein.  Baráttukveðjur til hans.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 15:53

6 identicon

Baráttukveðjur til Sveins frá brekkusniglunum og knus til þín elsku vinkona.

Sigríður Aadnegard (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 16:46

7 Smámynd: Sævar Helgason

Kjarkmaður Sveinn Rúnar -gæfan verði honum hliðholl

Sævar Helgason, 12.11.2007 kl. 16:50

8 identicon

Tek undir og sendi Sveini og Ben baráttukveðjur fra okkur Jonathani.

Krissa

KRISTJANA (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 19:52

9 Smámynd: Óli Garðars

Gæti nokkuð verið að ástæðan sé óeirðirnar í dag í Gaza?

Þeir eru jú að drepa hvern annan, Hamas og Fatah.

Óli Garðars, 12.11.2007 kl. 22:02

10 identicon

Björk! Þakkaðu Guði fyrir að maðurinn þinn Sveinn Rúnar komst ekki inn á Gaza-savæðið í gær. 7 voru skotnir til bana m.a.börn, fyrir að koma saman, fleiri þúsund og minnast Yasser Arafats. Þetta voru Hamas að drepa Fatah. Ekki vondir Ísraelskir hermenn.

Björk! Ég átti vin og trúbróðir Rani Ayyad sem var drepinn af Hamas 10.0któber s.l. Ásætað var að hann rak kristna bókaverslun á Gaza og hafði bænastundir í heimili sínu. Það átti að þvínga hann til að gerast múslími, en hann neitaði.

Fyrir nokkrum vikum varung kristin keslukona þvinguð til að gerast múslími og giftast múslíma, annars myndi fjölskylda hennar þurfa að "líða". Í síðustu viku þurfti kristinn, blindur trúboði Isa Bajalia í Ramallah að flýja til Jerúsalem vegna hótana um misþyrmingar. Hótað var að skaða fætur hans svo hann gæti ekki gengið. Hann hafði beðið Palestínsku lögregluna um vernd, en þeir neituðu honum. Grimmdin meðal Palestínumanna á Gaza og í Ramallah er miskunnarlaus. Ég óska Sveini alls góðs og veit að han vill gera gott.

Hvorum aðila styðja íslenskir Palestínuvinir, Hamas, sem vill útrýma Ísrael af landakortinu, eða Fatah sem eru að reyna samninga við Ísrael þessa daga? Ekki vil ég trúa því að, þegar Sveinn kemur heim, kenni Ísrael um allt þetta illa sem er að ske í Palestínu!

Ég skrifaði nánar um þetta á vefsíðunni www.zion.is.

Friðar kveðja
Ólafur
   

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:09

11 Smámynd: Helga Dóra

Sæl, langar að biðja þig að lesa færslu dagsins í dag og gærdagsins á blogginu mínu. Vantar viðtal við einhvern sem sér um húsnæðismál hjá Velferðarsviði og rambaði inn á bloggið þitt og komst að því að þú ert æðstráðandi þar. Við hvern er best að tala?

Helga Dóra, 15.11.2007 kl. 16:00

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo mun lengi í Mannheimum, að í stríði um hagsmuni, -raunverulega eða ekki,- að sannleikurinner fyrsta fórnarlambið. 

Ég er afar hissa,--og þó ekki, --  að fréttamenn, sem nefna sig svo, án kinnroða, leyfi sér að láta óspurt um kjarna málsins í þessari síðari tíma herleiðingu á þessu svæði. 

Það er látið duga, að lesa yfirlýsingar ráðmanna í Ísrael og inna ekkert eftir þeim svardögum, sem sú stjórn gekkst undir við Sameinuðu þjóðirnar, þegar ríki þeirra var sett á koppinn.

Efahyggjumenn, líkt og mér finnst ég sífellt vera að verða í ríkara mæli, geta ekki látið svona yfirborðslegar afgreiðslur nægja og er það til vamms Utanríkisþjónustu okkar, að grennslast ekki fyrir um ----og birta opinberlega,---raunverulegar ástæður þess, að læknum og öðru velgjörðarfólki er meinaður aðgangur að sjúklingum sínum og að undirrituð loforð Mannréttindasáttmálans séu brotin vísvitandi og ítrekað.

Það getur ekki verið góð Latína, að mati okkar fulltrúa, að einum líðist sem öðrum er legið á ha´lsi fyrir og jafnvel ataður auri á fjölþjóðlegum vetvangi, framferði sem er öngvu betra eða jafnvel verra.

Að líkum hefði nú hvinið í tálknum manna, hefðu einhverjum ,,Kommúnistaríkjum" dottið í hug, að endurreisa múra þa´er áður hrundu.  En ekkert virðist hreyfa við mönnum, að ,,vinaþjóðir" geri akkurat það sama.

Verð alltaf jafn önugur, þegar berlegt óréttlæti er haft við og einum líðs það sem öðrum er refsað grimmilega fyrir.

Gjör rétt þol ei órétt, --var herkvaðnig Heimdellinga he´r áður og fyrrmeir og ég heillaðist mjög aðf því.

Nú upplifi ég mig sem argasta íhald haldandi dauðahaldi í fornar dyggðir, forsmáðar í nútímanum, sem aldrei fyrr.

Með ósk um góð erindislok hjá SVeini og að honum verði gert fært, að leggja líkn með þraut þessara vina hans.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.11.2007 kl. 09:42

13 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég vona að allt gangi upp hjá Svenna,en sem frænka vildi ég helst að hann færi að koma heim.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.11.2007 kl. 18:22

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég sé að ég er sein með baráttukveðjurnar en sendi þær samt... for next time. Bestu kveðjur til ykkar beggja og ég er ekki sammála Guðmundi hér að ofan. Fannst þetta góð ákvörðun hjá ykkur og vona að kjör kvenna almennt batni svo þær þurfi ekki að starfa í þessum geira.

Laufey Ólafsdóttir, 23.11.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband