Leita í fréttum mbl.is

Er ég að verða gömul?

Bara bylting hjá Mogganum. Mér brá óneitanlega þegar ég opnaði mbl.is í morgun, engar smá breytingar á ferð. Mín fyrstu viðbrögð voru neikvæð og fann þá ég að ég væri að eldast þar sem ég þyldi breytingar og byltingar verr en áður. Ég sem hef hin síðari ár talið að ég væri bara rétt komin af unglingsaldri. Raunar var það annað um helgina sem fékk mig til að minna mig á hærri aldur en ég hugði. Var að skrifa afmæliskort til bróðurdóttur minnar sem er yngst af systkinabörnum mínum. Hún Gunnhildur var orðin 12 ára, samt minnsta og yngsta frænkan mín. Ég get því ekki lengur verið unglingur sjálf.

En aftur að upphafi bloggsins, er komin langt út fyrir efnið. Var lengi að finna hvernig ég ætti að senda inn aðsenda grein, en fann það að lokum með því að lesa leiðbeiningarnar. Þær voru góðar! Ég vil því hrósa mbl.is fyrir byltinguna sem er vafalítið til bóta, þó það taki okkur eldri borgarana smá tíma að venjast þeim.


mbl.is Sjónvarpsfréttatímar á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessar breytingar eru mjög til bóta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.11.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Góð vefsíða, eins og mbl.is. er ferskvara.

Júlíus Valsson, 26.11.2007 kl. 13:11

3 identicon

Ég held nú að mbl. sé kannski að setja sig í hægfara spor "eldra fólks"!

Hægagangurinn á síðunni minnir mig á lyftuna á Hrafnistu!  En kannski eru þetta bara "fyrstu sporin" hjá tækniliðinu!

kv. Sigrún

Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:22

4 identicon

Ég hef verið að reyna að fá svar við eftirfarandi spurningum en ekki fengið neitt enn sem komið er. En kannski þú hafir þær útskýringar sem ég bið um á hreinu.

Verið er að loka atvinnustarfsemi í borginni, nánar tiltekið nektarstað. Rökin fyrir því að  borgaryfirvöld banna tiltekna atvinnustarfsemi heyrði ég hjá borgarfulltrúanum Oddnýju Sturludóttur í gær í Silfri Egils: ólíðandi að líkami kvenna sé hlutgerður.

Fyrst það að verið sé að "hlutgera líkama" eru rökin fyrir því að yfirvöld banna atvinnustarfsemi, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að borgaryfirvöld hafa í sínum ranni nákvæma skilgreiningu á því hvað átt sé við með "hlutgerfingu líkama".

En vissulega hefur borgaryfirvöldum láðst að gera þjóðinni grein fyrir því hver skilgreiningin sé á þessu mikilvæga atriði sem ræður því hvort fólki sé frjálst að starfa að sínu eða ekki.

Og borgaryfirvöld þyrftu vitaskuld að skýra - nákvæmlega - fyrir þjóðinni hvers vegna súludans teljist hlutgerfing líkama, fremur en segjum iðja ballettdansara eða hvers kyns annarra dansara eða íþróttamanna eða geimfara.

Á meðan ég hef ekki mjög nákvæma, alþjóðlega viðurkennda skilgreiningu á því hvað í því felist að líkami sé hlutgerður hef ég óneitanlega nokkrar áhyggjur af því að líkami minn kunni að hlutgerast er ég sef.

Verðu líkami minn hlutgerður er ég dey? Ætti ég því frekar að láta brenna mig en jarðsetja? 

Borgaryfirvöld skulda okkur ítarlega skýringu á því af hverju og að hvaða leyti það sé slæmt að líkami sé hlutgerður.

Ennfremur þyrftu borgaryfirvöld að skýra - nákvæmlega - fyrir þjóðinni af hverju konu sem lætur þá slæmsku yfir sig ganga að vera hlutgerð skuli bannað það með lögum, en fólki almennt, jafnvel konum, leyft að ráða því sjálft hvort það láti hitt og þetta slæmt yfir sig ganga. Til að mynda Oddný í Silfri Egils: með heimskulegri og hræsnisfullri forræðishyggju sinni sem hún viðraði í Silfri Egils í gær (eflaust í grennd við einhverja súlu) gerði hún sér slæmt, því hún var jú með orðum sínum að rýra virðingu sína í augum fólks.

Eða er allt í lagi að rýra virðingu sína í augum fólks eins og mín, en ekki í lagi að rýra virðingu sína í augum fólks eins og Oddnýjar? Ef svo er, af hverju stafar þá munurinn?

Eru borgaryfirvöld með lista yfir það í augum hverra er í lagi að rýra virðingu sína og svo yfir hitt fólkið í hverra augum enginn má rýra virðingu sína?

Með innilegu fyrirfram þakklæti fyrir nákvæm svör, 

guðmundur bergsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband