Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
8.10.2007 | 09:22
Það var vaðið á drullugum skónum
Ég veit það fyrir víst að það var vaðið yfir fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn í samrunaferli REI og GGE. Fulltrúar meirihlutans, nema minnihluti hans Björn Ingi og Vilhjálmur, fengu engar upplýsingar um kaupréttarsamninga né aðrar hliðarákvarðanir sem teknar voru. Þá var búið að ganga frá sameiningunni áður en meirihlutinn fékk fréttirnar. Það átti því ekki að vaða yfir þau - það var vaðið á drullugum skónum.
Átti að vaða yfir okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2007 | 22:30
Er Björn Ingi sammála?
Er ekki viss um að Björn Ingi verði sáttur við þessa afstöðu ráðherra þ.e. málið hafi verið unnið í allt of miklum flýti og að OR eigi að draga sig strax út úr útrásinni. Hingað til hefur verið rætt um óánægju meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórnarflokknum við borgarstjóra en minna verið rætt um ágreiningin milli þess sama meirihluta við fulltrúa Framsóknarflokksins. það verður gaman að fylgjast með þegar menn koma frá keisarans höllum í Kína.
Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2007 | 09:05
Framsóknarfnykur
Það er mikið talað um óeiningu innan Sjálfstæðisflokksins vegna samruna REI og GGE. Ekki kannski skrýtið enda mikil reiði í herbúðum þeirra, en ekki bara út í borgarstjóra. Reiðin beinist ekki síður að fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórn OR sem virðist rekast áfram af gengdarlausri valda- og peningagræðgi. Lítið er hugað að hagsmunum borgarbúa sem eiga fyrirtækið og því er ekki verið að hafa fyrir því að tala við fulltrúa þeirra sem eru kjörnir til að gæta hagsmuna þeirra. Framsóknarstrákarnir njóta þess bara að vera í big-business leik, sér og sínum til hagsbóta. Þetta er framsóknarfnykurinn sem olli því að þessi sami fulltrúi sem hefur 51% völd í Reykjavík fékk bara 6% fylgi í kosningum. Hvar er lýðræðið???
Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2007 | 08:32
Fáránlegt kerfi
Hvers eiga eldri borgarar að gjalda? Hver ber ábyrgð á því að árlega séu tekjuupplýsingar Tryggingastofnunar ekki í tengslum við raunveruleikann? Sá eða sú þyrfti að fá uppsagnarbréf hið fyrsta.
Vona síðan að málefni almannatrygginga verði betur borgið þegar lífeyrismálin fara í Félagsmálaráðuneytið. Tek heilshugar undir kröfur landssambands eldri borgara sem kynntar voru í gær þess efnis.
Árleg martröð aldraðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1197
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar