2.12.2007 | 13:59
Aðventuhátíð Langholtskirkju
Það er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við erum hvert og eitt að byrja undirbúning jólanna. Kveikt verður á Oslóartréinu í dag, margir nota daginn til að festa upp ljós við heimili sín en ég sit og sem hugvekju sem ég ætla að flytja í Langholtskirkju í kvöld. Ég ætla að láta hugann reika um:
- aðventuna,
- um það að gefa og þiggja
- um vatn, hænur, geitur og kýr
- og um mikilvægi þess að knúsa, kela og kyssa.
Ég vona að einhverjir komi og hlusti. Því það er ekki bara ég, heldur Lúsíusöngur barna í Kórskólanum og jólasöngvar Guðrúnar Matthildar og Kristínar Einarsdóttur úr Graduale kórnum.
26.11.2007 | 21:54
Betra er að þiggja en gefa
Þetta á við um bloggið. Hef verið að vafra í netheimum nú um stund og sé hvað margir hafa mikið að gefa á þessum miðli. Gef mér allt of sjaldan tíma til að vafra á þennan hátt, en finnst það stórmerkilegt. Fólk hefur frá svo mörgu og misjöfnu að segja og það er alveg dásamlegt. Fjölbreytileiki mannlífsins kemur heim í stofu í hinum ýmsu myndum. Ég nenni síst að lesa það sem skrifað er um pólitík (nema Össur) þann pakka klára ég á daginn. Mér finnst gott að lesa pistla þeirra sem segja frá sínum erfiðleikum og gagnrýna kerfið á sanngjarnan hátt, kerfið sem ég ber ábyrgð á. Það er eitthvað sem ég þarf að taka mark á.
En í kvöld stóð eitt upp úr. Dönsku pistlarnir hans Hallgríms Helgasonar: "Kunsten at være islænding"og "Komplottet mod Danmark" Alger snilld en kannski eru allir búnir að lesa þetta, en ég er um mánuð á eftir tímanum. Hallgrímur sannar að hann skilur íslensku þjóðarsálina þegar hann segir "Vi hader de høje priser, men elsker at bruge penge. Vi hader stormen, men elsker den friske luft."
26.11.2007 | 10:58
Er ég að verða gömul?
Bara bylting hjá Mogganum. Mér brá óneitanlega þegar ég opnaði mbl.is í morgun, engar smá breytingar á ferð. Mín fyrstu viðbrögð voru neikvæð og fann þá ég að ég væri að eldast þar sem ég þyldi breytingar og byltingar verr en áður. Ég sem hef hin síðari ár talið að ég væri bara rétt komin af unglingsaldri. Raunar var það annað um helgina sem fékk mig til að minna mig á hærri aldur en ég hugði. Var að skrifa afmæliskort til bróðurdóttur minnar sem er yngst af systkinabörnum mínum. Hún Gunnhildur var orðin 12 ára, samt minnsta og yngsta frænkan mín. Ég get því ekki lengur verið unglingur sjálf.
En aftur að upphafi bloggsins, er komin langt út fyrir efnið. Var lengi að finna hvernig ég ætti að senda inn aðsenda grein, en fann það að lokum með því að lesa leiðbeiningarnar. Þær voru góðar! Ég vil því hrósa mbl.is fyrir byltinguna sem er vafalítið til bóta, þó það taki okkur eldri borgarana smá tíma að venjast þeim.
Sjónvarpsfréttatímar á mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2007 | 23:34
Sveinn útilokaður frá Gaza
Sveinn Rúnar eyddi öllum deginum í dag við Erez hliðið að Gazaströndinni en fékk ekki að fara inn ásamt samferðamanni sínum Ben Alofs heimilislækni í Wales. Þeir hafa verið í Palestínu í 2 vikur að vinna með læknishjálparnefndunum á færanlegum sjúkrastöðvum og höfðu undirbúið í 8 daga að komast inn á Gaza. Þrátt fyrir bréf upp á vasann frá utanríkisráðherra, heilbrigðisráðherra og Lútherska heimssambandinu þess efnis að hann væri að ferðast með vitneskju þeirra og vilja, þá hleypa þeir Sveini ekki inn, enda gæti hann sagt frá þeim hörmunum sem eru í risastóra fangelsinu sem 1.5 milljón manns eru í.
Lesendur þekkja Svein og vita að hann er einungis í þeim erindagjörðum að aðstoða eins og möguleiki er á og hitta kollega sína og sýna þeim stuðning við erfiðar aðstæður. Er þetta ómetanlegt þeim sem lifa við hörmungarnar og nauðsynlegt til að geta safnað fjármunum sem síðar koma að gagni.
Ben Alofs er hollenskur læknir búsettur og starfandi í Wales. Hann starfaði í nokkur ár í flóttamannabúðum í Líbanon og síðar á Al Arab Hospital á Gaza. Ég ferðaðist með þeim félögum í Palestínu og á Gaza fyrir 3 árum og ég get ekki sætt mig við að Ísraelska herlögreglan banni þeim inngöngu. Þeir ætla að reyna enn frekar á morgun. Nú er bara að vona það besta. Allir að senda þeim baráttukveðjur!
11.11.2007 | 16:33
**** fyrir For a Minor Reflection
Ég er alveg óþolandi stolt mamma. Verð að benda lesendum á plötudóminn um frumraun For a Minor Reflection sem birtist á síðu 79 í Morgunblaðinu í dag, sunnudag. Mínir menn fá 4 stjörnur og alveg frábæra umfjöllun. Til að auðvelda lesendum lífið birti ég bara dóminn.
TÓNLIST - Geisladiskur
Heit sveit
For a Minor Reflection Reistu þig við, sólin er komin á loft...
HLJÓMSVEITIN For a Minor Reflection var stofnuð árið 2006 og hóf feril sinn á því að spila blús en fljótlega fór sveitin að feta nýja leið í átt að tilraunaglöðu rokki og naumhyggju. Í dag er sveitin skipuð þeim Kjartani Hólm (gítar), Guðfinni Sveinssyni (gítar), Elvari J. Guðmundssyni (bassi) og Jóhannesi Ólfassyni (trommur). Á matseðlinum er ósungið en hressilegt síðrokk / nýskógláp (neo-shoegazing) í anda hljómsveita eins og Godspeed You Black Emperor!, Explosions in the Sky, Sigur Rós og jafnvel Isis.
For a Minor Reflection er þrátt fyrir ungan aldur þrælgóð hljómsveit, svo góð að undrum sætir svo ekki sé meira sagt. Þeir drengir eru afar liprir hljóðfæraleikarar sem verður gaman að fylgjast með þegar fram líða stundir. Sveitin er kraftmikil og hefur náð góðum tökum á því formi tónlistar sem hún er að fást við, svo góðum að söngleysið kemur ekki að sök nema síður sé. Sex lög prýða plötuna sem er um það bil klukkutíma löng en það er einmitt einkenni síðrokksins að semja löng og epísk lög. Allt gengur þetta þó upp hjá For a Minor Reflection, platan heldur athygli hlustandans frá byrjun til enda, frá upphafslaginu Kyrrð að því síðasta...sólin er sest og dapurleikinn tekinn við (bless).
Það er ekki hægt að setja út á margt þegar þessari plötu er rennt í gegn enda algjör óþarfi, hún stendur fyrir sínu. Reistu þig við, sólin er komin á loft...er grasrótarútgáfa af fremstu gerð og eitthvað sem svo sannarlega er þess virði að leita upp í betri búðum borgarinnar.
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2007 | 22:29
Þögn Morgunblaðsins
24.10.2007 | 21:30
Áherslur Velferðarráðs
Nýr meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista leggur áherslu á það í áætlun fyrir starfsárið 2008, að þjónusta við íbúa Reykjavíkur stuðli að auknum lífsgæðum borgarbúa. Til að það megi takast verður markvisst unnið gegn fátækt og öðrum félagslegum aðstæðum sem torvelda fólki að njóta lífsins með reisn.
Áhersluatriði Velferðarráðs eru:- Húsnæðismál. Átak til að koma til móts við þá sem eru illa settir á húsnæðismarkaði, í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög.Tryggt verði að allir hafi þak yfir höfuðið.
- Efling þjónustumiðstöðva til að tryggja kraftmikla, þverfaglega þjónustu í hverfum borgarinnar í samvinnu við borgarbúa og stofnanir borgarinnar.
- Samþætting, uppbygging og aukin þjónusta við aldraða og fatlaða í heimahúsum.
- Aukin áhersla á barnavernd, forvarnarstarf, stuðning og aðstoð við fátæk börn og börn í áhættuhópum.
- Aukin lífsgæði fyrir þá sem hafa fengið fjárhagsaðstoð í langan tíma með áherslu á endurhæfingu og starfsþjálfun.
- Þróun þjónustu við innflytjendur og flóttafólk.
- Verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga. Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að fá verkefni sem koma að nærþjónustu við aldraða og fatlaða frá ríkinu.
Áfram verði sérstök áhersla lögð á málefni aldraðra sem m.a. endurspeglast í eftirtöldu:
- Byggðar verði 200-300 þjónustuíbúðir til ársins 2010 í umsjá stýrihóps í búsetuúrræðum aldraðra á kjörtímabilinu.
- Samþætt og bætt heimaþjónusta.
- Fjölgun dagvistar- , hvíldar- og hjúkrunarrýma í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld
- Aukið samráð haft við eldri borgara varðandi ofangreind atriði.
Velferðarráð leggur áherslu á aukin lífsgæði borgarbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 21:47
Velferð mín og borgarbúa
Síðustu 12 daga hef ég hugsað mikið um velferð borgarbúa og á köflum gleymt minni eigin. Ég hef komið heim á kvöldin úrvinda eftir hvilfilbyl dagsins en samt með bros á vör því verkefni daganna hafa verið óvenju krefjandi og skemmtileg. Ég og nýr meirihluti velferðarráðs erum að endurskoða starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs og leggja nýjar áherslur. Þær mun ég birta eftir fund velferðarráðs á morgun, svo og ályktun gegn áfengisfrumvarpinu og fleira skemmtilegt sem verður tekið fyrir á fyrsta velferðarráðsfundi þessa meirihluta. Þetta eru þó langt í frá einu verkin því við í borgarráði erum með til meðferðar fjárhagsáætlun borgarinnar í heild auk annarra verka.
Flutningar hafa staðið yfir á sama tíma þar sem meirihluti borgarstjórnar hverju sinni á að vera á skrifstofum á annarri hæð í Tjarnargötu 12 en minnihlutinn er í efra. Ekki veit ég af hverju við þurftum að flytja nú í þessarri miklu vinnutörn, en stundum er best að hlýða og brosa. Ávinningurinn er líka nokkur þegar búið er að flytja þar sem við erum nær ritararnum okkar henni Rögnu, fundarherberginu og biðstofu fólksins sem kemur í tugatali og heimsækir borgarfulltrúanna sem eru við völd hverju sinni.
Átti í dag minn fyrsta fund í húsnæðisnefnd Félagsmálaráðuneytisins. Ég hef miklar væntingar til þess að nefndin skili tillögum sem muni skipta sköpum fyrir þá ótal mörgu sem eiga enga úrkosta völ á húsnæðismarkaði dagsins í dag. Ekki veitir af.
22.10.2007 | 22:12
For a Minor Reflection á topp 10
Þeir eru ótrúlegir þessir 18 ára drengir; Guðfinnur minn, Kjartan Hólm, Elvar Guðmundsson og Jóhannes Ólafsson. Ég vissi að þeir hefðu staðið sig mjög vel á Airwaves og gert allt sitt besta. En árangurinn er engu líkur. Árni Matthíasson aðaltónlistarrýnir okkar taldi upp 10 helstu og eða bestu viðburði á Airwaves á RÚV í dag. For a Minor Reflection var á topp 10 listanum, nr. 10. Tónlistin þeirra er engu lík og ég hafði haldið að hún væri ekki svo aðgengileg. En þeir slá einhvern tón sem hljómar vel.
Þá gáfu þeir út geisladisk daganna fyrir Airwaves sem heitir "Reistu þig við, sólin er komin á loft" og fæst í Smekkleysu, 12 tónum og Skífunni.
22.10.2007 | 00:35
Á bestu börn í heimi
Þessa stundina er Kristín mín (16 ára) að snyrta á mér táneglurnar. Hún gaf mér í afmælisgjöf í byrjun október höfuðnudd, fótsnyrtingu og handsnyrtingu sem hún sjálf framkvæmir. Við höfum ekki haft rúman tíma saman síðan þá, en núna mundar hún naglaþjölina á meðan ég blogga. Ég ætla ekki að byrja að nota lýsingarorð til að lýsa henni, því ég veit ekki hvar á að byrja eða enda slíka upptalningu. Ég er ekki nógu mikil tungumálakona til að tjá tilfinningar til þeirra sem mér þykir vænst um.
Guðfinnur (18 ára) er væntanlegur heim með síðasta strætó af síðustu Airwaves tónleikunum á þessu ári. Hljómsveitin hans For a Minor Reflection hélt tvenna tónleika á hátíðinni. Þeir voru með á opnunarkvöldinu á Grand Rokk og offvenue í Skífunni í gær laugardag. Þeir hafa fengið mjög góða umfjöllun í Morgunblaðinu og Víðsjá. Ég mætti á Grand Rokk ásamt 200 - 300 öðrum aðdáendum og þeir voru alveg frábærir!!! Ég er svo stolt mamma að ég er stundum að springa, verð að passa mig á að vera ekki of mikil mömmu grúbbía.
Haukur (27 ára) er sjálfstæður ungur maður sem hefur verið ofurupptekin síðustu daga vegna Airwaves hátíðarhalda. Talaði við hann um helgina og hitti hann á tónleikum á miðvikudag. Hann er æðislegur.
Inga mín (29 ára) ásamt sínum eiginmanni Hectori og Evu Björk(11/2 árs) voru hér í mat í kvöld. Bauð ég upp á skötusel með grænmetisostasósu og lífrænum híðishrísgrjónum. man að ég ætlaði að bjóða upp á uppskriftir hér á síðunni. Geri það við tækifæri. Þessi litla fjölskylda og yndislega barnabarnið eru lífið og tilveran. þannig er það bara.
Gerður (34 ára) býr í London ásamt sínum eiginmanni, honum Marcosi. Þeirra er sárt saknað eftir að þau fóru aftur út eftir góða samveru í allt sumar. En Gerður er svo útséð að hún hefur komist í ókeypis símtöl til Íslands og af því að hún er svo fjölskyldurækin þá hringir hún oft. Fyrir það er ég rosalega þakklát þó mér finnist ekki alltaf gaman að tala í síma.
Það skal tekið fram að síðasttöldu börnin mín þrjú fékk ég ókeypis þegar ég náði í einn með öllu. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að eiga öll þessi börn og að ég hafi líka fengið að njóta þess að vera stjúpmamma. Það hef ég getað af því að mamma þeirra hún Eva hefur gefið mér frelsi til þess. Líf mitt er yndislegt og það er dagsatt að ég á bestu börn í heimi.
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar