Leita í fréttum mbl.is

X - Röskva

Næstu tvo daga fara fram kosningar til stúdenta- og háskólaráðs þ.e. miðvikudaginn 7. og fimmtudaginn 8. febrúar.

Ég hvet samnemendur mína til að greiða atkvæði þar sem lítil kjörsókn dregur aflið úr réttindabaráttu stúdenta. Við megum ekki láta það gerast þegar uppbygging stúdentagarða þarf að eiga sér stað, baráttan gegn skólagjöldum á grunn og framhaldsstigi þarf aldeilis að vera beitt og eins barátta fyrir því að hægt sé að lifa af námslánum. Röskva hefur það raunar á stefnuskrá sinni að 25% námslána breytist í styrk að námi loknu.

Grundvallarhugsjón Röskvu er jafnrétti til náms. Þá er átt við jafnrétti óháð kyni, efnahag, búsetu, þjóðerni eða stöðu að öðru leyti, og berst Röskva fyrir því með öflugum hætti að allir geti stundað gott háskólanám við sitt hæfi. Ítarleg málefnaskrá Röskvu er á vef samtakanna http://roskva.hi.is/

Við vitum að hagsmunabarátta stúdenta skiptir máli. Röskva hefur sannað það frá stofnun árið 1988 að samtökin láta málefni stúdenta og fjölskyldna þeirra sig varða. Röskva hefur haldið uppi báráttunni fyrir jafnrétti til náms.


X - Röskva

Björk einn af stofnendum Röskvu árið 1988.  



Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband