Leita í fréttum mbl.is

Breiðavíkurstimpillinn

Nú skil ég svo miklu betur.

Þegar ég vann sem fangavörður á Skólavörðustígnum sumrin 1985, 1986 og 1987 þá höfðu sumir fangar það orð á sér að vera frá Breiðuvík. Það var stimpill sem skýrði ýmislegt, þó vissum við ekkert hvað olli því Breiðavíkurstimpillinn sagði okkur eitthvað. Þetta eitthvað var bara eitthvað óljóst, en reynsla þeirra sem unnu með föngum var að þeir sem höfðu dvalist á Breiðuvík gátu verið erfiðari en gengur og gerist. 

Á þessum sömu árum nam ég uppeldisfræði og félagsráðgjöf við HÍ. Ég hafði mikinn áhuga á æsku afbrotamanna og kynnti mér ýmsar tiltækar heimildir.  En ekki grunaði mig hversu hryllilegur aðbúnaðurinn var sem börnunum hafði verið boðið upp á.

Nú þegar ég er farinn að huga að mastersverkefni í félagsráðgjöf þá hrannast upp rannsóknarspurningarnar. Hvað gerðist? Hvaða afleiðingar hefur þetta haft? Hversu margir sem misnotaður voru af hálfu hins opinbera í Breiðavík hafa seinna fengið dóma sem gerendur í kynferðisafbrotamálum? Hversu margir eru þolendurnir í raun og veru?

Takk Kastljós! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Sæl vinkona!

Mikið er ég ánægð að hafa dottið á bloggið þitt En hvað segirðu, ertu að hugsa um að skoða þetta mál eitthvað frekar? 

Hlakka til að "lesa þig"... har det bra! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 6.2.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Elsku Björk velkomin á Moggabloggið :)

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 7.2.2007 kl. 01:13

3 Smámynd: Kolgrima

Spennandi verkefni og þarft. Megi þér ganga sem allra best

Kolgrima, 9.2.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband