Leita í fréttum mbl.is

Bláberjaterta Bjarkar

Laugardagar eru góðir en sunnudagar yfirleitt enn betri því þá getur maður dúllað sér aðeins í matargerð og bakstri. Fékk beiðni í gær um að setja inn á síðuna uppskriftir. Mun setja inn sér hólf með uppskriftum þegar ég gef mér tíma í að hanna síðuna betur. En til að byrja með sendi ég vinsælustu uppskriftina mína og raunar þá einu sem ég á á tölvutæku formi hér í vinnunni á Tjarnargötunni.

 

2 egg og

2 dl. sykur

Þeytt vel

 

4 msk. hveiti

1 tsk. lyftiduft

3 msk. kalt vatn

1 tsk. vanilludropar

Hrært varlega saman við og síðan sett út í;

1 bolli saxaðar döðlur

100 gr. hesli- eða valhnetur

100 gr. saxað suðusúkkulaði

 

Bakað í a.m.k. 26 cm. tertuformi við 175°C í um 45 mín.

 

Ofan á tertubotninn er sett u.þ.b. 5 dl af bláberjum, hvort sem þau eru fersk eða frosin og 3-4 dl. af þeyttum rjóma. Best er að láta tertuna standa í nokkra klukkutíma áður en hún er borin fram.

Tertubotninn má baka deginum áður og eins er gott að eiga þessa botna í frysti.

 

Verði ykkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband