14.2.2007 | 16:34
Slæmum niðurstöðum leynt vegna nýrra samninga?
Á fundi velferðarráðs í dag 14. febrúar 2007 var lögð fram úttekt á stuðningsbýlinu Miklubraut 18 sem Samhjálp rekur fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar með þjónustusamningi. Í niðurstöðum koma m.a. fram alvarlegar athugasemdir um aðbúnað, mat og viðveru starfsmanna. Það undarlega í málinu er að úttektin var gerð í júlí og ágúst á sl. ári og skýrslan var tilbúin í september 2006. Nú fyrst fáum við að sjá þetta, nú þegar nýbúið er að gera nýja samninga við rekstraraðilann.
Fullltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista átöldu í Velferðarráði harðlega vinnubrögð þau sem fram komu við úttektina á Miklubraut 18. Úttektin var gerð í júlí og ágúst 2006 og skýrsla um úttektina í september 2006. Alvarlegar athugasemdir eru í niðurstöðum úttektarinnar. Íbúar eru mjög ósáttir við mat og húsnæðisaðstæður og kvörtuðu undan lítilli viðveru starfsmanna og ónógu eftirliti með heimilinu. Ráðgjafar heimilismanna höfðu ýmsar athugasemdir fram að færa og efuðust um að úrræðið hafi nýst notendum sínum.
Skýrslan var fyrst kynnt Velferðarráði nú í febrúar 2007 sem er algerlega óviðunandi í ljósi þess að á tímabilinu frá því skýrslan var gerð og þar til nú hefur Velferðarráð og Velferðarsvið gert nýja samninga við rekstraraðila Miklubrautar 18, nú um rekstur Gistiskýlisins. Það er ekki að undra að sá grunur fæðist að upplýsingum hafi vísvitandi verið leynt fram yfir nýja samninga við Samhjálp.Þá óskuðum við fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista eftir upplýsingum um fjárveitingar til Miklubrautar 18 og að fá að sjá rekstrarreikninga stuðningsbýlisins. Verða svör við því tekin fyrir á næsta fundi ráðsins sem haldinn verður 18. febrúar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki að grínast? Hvurslags apagangur er þetta eiginlega? 5 mánaða tími sem það tekur að koma niðurstöðum í eyru Velferðarráðs... jahérna.. hlakka til að fylgjast með þessu kæra Björk!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 14.2.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.