Leita í fréttum mbl.is

Ofsatrú gegn fóstureyðingum

Það er sorglegt að Geir Haarde forstæðisráðherra skuli ekki átta sig á stöðu kvennanna sem voru misnotaðar kyhferðislega í Byrginu og eignuðust börn í kjölfarið. Hvort þær hefðu orðið barnahafandi hvort eð er - er ekki málið. Við megum ekki gleyma einni hliðinni á því ofbeldi sem hefur viðgengist í Byrginu eins og víða þar sem ofsatrúarfólk kemur saman. Þar var konum neitað um sjálfsagðan rétt sinn til fóstureyðingar, þó svo þær hafi verið misnotaðar kynferðislega. Konurnar sem urðu þungaðar af völdum starfsmanna Byrgisins áttu ekkert val, karlarnir boðuðu algert bann við fóstureyðingum.

Þetta gerist hér á landi en batnandi Portúgölum er best að lifa.  Ríkisstjórnin þar ætlar að heimila fóstureyðingar þó svo að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi ekki verið bindandi. En 60% þeirra sem tóku þátt vildu heimila fóstureyðingar. Til hamingju portúgalskar konur!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Já, þetta er punktur sem má ekki gleymast.

Ég hlustaði einmitt eftir þessu í fréttum í gær, um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Portúgal. Gleðiefni að ákveðið var að heimila þessar aðgerðir. Þrátt fyrir að langstærstur hluti landsins sé kaþólikkar þá er þetta spurning um val, ekki satt?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 12.2.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Heyr, heyr!

Guðfinnur Sveinsson, 13.2.2007 kl. 01:51

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Þetta er skref fram á við fyrir katólskt land.  Kannski fara þessi lönd að hrista af sér hlekki fortíðar og færa hugsunarháttinn nær nútímanum.

Svava S. Steinars, 14.2.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband